Heimilisritið - 01.06.1952, Qupperneq 16
kunni ekki þennan dans,“ sagði
Lintí afundin.
„Ekki það? En þá getum við
setið og spjallað saman á meðan.
Komið!“
Hann tók handegginn á henni
og smeygði honum undir arm
sinn og hélt fast. Lintí vissi, að
ekki þýddi fyrir sig að reyna að
draga hann að sér, því þá myndi
hann bara halda þeim mun fast-
ar.
Hann leiddi hana út í garðinn
og lét hana setjast í körfustól,
en sjálfur settist hann á lága
steinbrík beint á móti henni.
Lintí fann, að hann horfði á
hana.
„Vitið þér, að þér eruð öðru-
vísi en allar aðrar?“ sagði hann
allt í einu.
Einmitt það, sem Níta hafði
sagt, að hann segði við allar
stúlkur.
„Já, það veit ég vel,“ sagði
hún rólega. „Ég er nefnilega úr
sveit, skal ég segja yður.“
„Já, en það erum við líka.“
„Að vísu, en ég er frá bænda-
byggðinni, þar sem vatnið er
dregið í fötu upp úr brunni og
keyptur er forði til vetrarins í
einu lagi, því það er adrei að
vita nema snjóar taki fyrir alla
aðdrætti.“
„Það var merkilegt/1 sagði
hann. „Svona nokkuð hélt ég, að
ekki væri til á okkar tímum.
Segið mér meira.“
Nú spilaði hann út næsta
trompinu, hugsaði hún — hann
lézt hafa áhuga á því, sem hún
sagði.
„Ég held ég vilji heldur fara
inn,“ sagði hún kæruleysislega.
„Hér er fremur kalt.“
Hann hikaði ekki andartak, en
fór úr kjóljakkanum og lagði
hann um herðar henni.
„Mér finnst það fremur bros-
legt,“ sagði Lintí. „Gerið svo vel
að taka jakkann yðar áftur,
Beaumont.“
Hann roðnaði ofurlítið og tók
jakkann strax.
„Þér eruð bersýnilega ákveð-
in í að láta mig fá orð í eyra,“
sagði hann. „Af hverju veit ég
ekki, en þér munuð brátt kom.
ast að því, að það er ekki svo
auðvelt að hrista mig af sér. Nú
vitið þér það.“
Hann snerist á hæli og fór.
„Ó —!“ stundi Lintí móðguð.
„Hann er viðbjóðslegur! Hann
ímyndar sér, að hann sé öldung-
is ómótstæðilegur. En ég skal
sýna honum, að í þetta sinn
bregzt honum bogalistin.“
ÞAÐ var lítill vandi að sýna
honum, að maður óskaði ekki fé-
lagsskapar hans, en hvað átti að
gera, þegar ekkert hrein á hon-
14
HEIMILISRITIÐ