Heimilisritið - 01.06.1952, Page 21
orði. En hann laut niður og
kyssti hana.
Og á þessu dásamlega andar-
taki heyrðist rekinn upp hæðn-
ishlátur. Nokkur skref frá þeim
stóð Föba Kantrell og brosti
háðslega.
„Óska til hamingju, Jeremy,“
sagði hún. „Ég hélt ekki þér
myndi takast það, en ég verð að
viðurkenna, að ég hef tapað veð-
málinu.“
Hún sneri sér við til að fara,
en Lintí stökk af stað!
„Bíddu!“ sagði hún með und-
arlegri röddu, sem hún þekkti
varla sjálf. „Hefur Jeremy veðj-
að við þig um, að hann fengi
að kyssa mig?“
„Já, spurðu hann sjálfan,“
sagði Föba og hló spottandi.
Jeremy greip í handlegginn
á Lintí. „Lintí — fyrir alla muni
— þú mátt ekki —“
Hún reyndi ekki að rífa sig
lausa, en stóð eins og stirðnuð.
„Er þetta satt, Jeremy?“
spurði hún lágt.
„Já — en — ,“ byrjaði hann.
Hún beið þess ekki að heyra
meira. Hún þreif jakkann sinn
og hljóp eftir döggvotu grasinu
inn í húsið, upp í herbergi sitt
og læsti á eftir sér.
Snemma næsta morgun fór
lest. Með henni fór Lintí.
ÞAU spurði hana einskis
heima, og allt virtist eins og, áð-
ur en hún fór. En nú gekk hún
um með þá tilfinningu, að þungt
farg hvíldi á hjarta hennar. Hún
lét ekki á neinu bera við for-
eldra sína. Húií hlustaði þolin-
móð á rabb móður sinnar og
dáðist að blómum föður síns. En
hún sá ekki fegurð þeirra. Lífið
var ekki lengur fagurt — og það
var Jeremy Beaumont að kenna.
Og það versta var, að þó hún
fyrirliti hann, gat hún ekki
bannað hjarta sínu að elska
hann.
Þess vegna var líka eins og
hjarta hennar stanzaði snögg-
lega, þegar langur, ljósbleikur
bíll, sem hún þekkti, ók heim að
húsinu kvöld eitt. Og í stað þess
að segja honum, hversu inni-
lega hún fyrirliti hann, stóð hún
og starði á hann án þess að
koma upp nokkru orði eða
hreyfa sig.
Jeremy sneri sér beint að efn.
inu. Hann tók um hendur henn-
ar og sagði:
„Lintí, ég veðjaði við Föbu
um, að ég fengi að kyssa þig, en
það var áður en ég hafði séð þig.
Ég vil heldur ekki halda fram,
að ég hafi meint nokkuð alvar-
legt í fyrstu, og þó — ég er ekki
alveg viss um það. Og áður en
ég sagði þér, að ég gæfist upp,
JÚNÍ, 1952
19