Heimilisritið - 01.06.1952, Page 23

Heimilisritið - 01.06.1952, Page 23
Hollendingurinn fljúgandi Smágrein um söguna af hinum ógæfusama hollenzka skipstjóra, sem lét úr höfn á föstudaginn Ianga, og sem Richard Wagner samdi óperu um og staðsetti á norskri strönd. — Greinin er Þýdd úr norska vikublaðinu „Fredhöis“ ★ MEÐAL allra furðusagna, sem stuðlað hafa að því að skapa það sem við köllum rómantík hafsins og ýmsir hafa lagt trún- að á um aldaraðir, er víst engin sveipuð slíkum óhugnanleik og sagan um „Hellendinginn fljúg- andi“. I sjóferðasögum er sagt frá mörgum draugaskipum. Og í raunveruleikanum hefur þau ekki skort. Það hefur ekki sjald- an skeð, að sjómenn hafa orðið varir yfirgefinna skipa, sem bor- izt hafa fyrir sjó og vindi um stór hafsvæði árum saman. Oft- ast hafa þetta verið reköld, sem skipshafnirnar hafa yfirgefið. A okkar dögum, þegar heimurinn hefur minnkað og fréttirnar ber- ast á öldum ljósvakans, eru slík fljótandi sker strax leituð uppi og þeim annað hvort bjargað eða þau skotin í kaf. Vafalaust liefur eitt þessara draugaskipa á sínum tíma orðið npphaf sagnarinnar um „Hol- lendinginn fljúgandi“. Og jafn vafalaust er sannsögulegur fót- ur fyrir þessari sögn. Bæði skip- stjórinn og skip hans hafa við sannsöguleg rök að styðjast. Og sögnin er í stuttu máli þannig: I byrjun átjándu aldar lifði JÚNÍ, 1952 21

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.