Heimilisritið - 01.06.1952, Side 31
vitaskuld ekki fullnægjandi
sönnun, en það felur þó í sér
svo mikil líkindi fyrir því að ég
hafi sagt satt, að það nálgast
vissu. ... Hver vill nú taka til
máls?“
„Það vil ég,“ sagði Bella. „Ég
íór út úr stofunni af því að ég
þurfti að snýta mér, en hafði
engan vasaklút. Ég varð að
sækja hann inn í herbergið mitt.
Hér er hann!“ Sigri hrósandi
veifaði hún vasaklút.
„Hve lengi haldið þér að þér
hafið verið að sækja vasaklút-
inn?“ spurði Penbury.
„Um það bil fimm mínútur,
hugsa ég.“
„Það var langur tími.“
„Finnst yður það? Ég gerði
meira en að snýta mér, ég púðr-
aði líka á mér nefið.“
„Þá getur það sjálfsagt kom-
ið heim við tímann,“ svaraði
Penbury. „Hvað hafið þér fram
að færa, Calthrop? Við vitum
öll að yður hættir við að ganga í
svefni. Það er ekki nema vika
síðan þér komið sofandi inn í
herbergið mitt. Hafið þér týnt
vasaklútnum yðar?“
„Hver haldið þér að þér sé-
nð?“ Augu Calthrops skutu
.gneistum.
„Calthrop hefur kannske sof-
ið síðast liðna klukkustund, og
þá veit enginn upp á hverju
hann kann að taka,“ sagði Pen-
bury og lét sem hann heyrði
ekki spurningu hins.
Calthrop var að því kominn
að springa! „Heimskuþvaður!
Haldið þér ég viti ekki hvað þér
eruð að fara? Ég á að hafa far-
ið upp sofandi og myrt Wain!
Það er ótrúlegt, hvað hægt er
að bjóða mönnum ...“ Hann tók
á öllu sínu til að hafa stjórn á
sér og hélt áfram rólega: „Fyrir
svo sem tuttugu mínútum fór
ég út úr stofunni. Ég fór inn í
borðstofuna og sótti kvöldblað-
ið, því að ég ætlaði að ráða
krossgátuna. ... Hér er blaðið.“
Penbury yppti öxlum: „Ég
trúi yður, en ég er ekki viss um
að yður gangi jafngreiðlega að
sannfæra lögregluna. ... Og þér,
Smith?“
Monty Smith hafði fylgzt af
athygli með samtalinu og hafði
skýringu á reiðum höndum.
Hann hafði velt henni vandlega
fyrir sér og þóttist þess fullviss,
að á henni væri engin veila.
Hann talaði mjög hægt og gæti-
lega, því að hann vissi, að hann
myndi fara að stama, ef hann
talaði hratt:
„Hér er skýringin á því, að ég
fór út úr stofunni. Ég minntist
þess allt í einu, að ég hafði
gleymt að skila Wain útidyra-
lyklinum hans. Hann lánaði mér
JÚNÍ, 1952
29