Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.06.1952, Blaðsíða 31
vitaskuld ekki fullnægjandi sönnun, en það felur þó í sér svo mikil líkindi fyrir því að ég hafi sagt satt, að það nálgast vissu. ... Hver vill nú taka til máls?“ „Það vil ég,“ sagði Bella. „Ég íór út úr stofunni af því að ég þurfti að snýta mér, en hafði engan vasaklút. Ég varð að sækja hann inn í herbergið mitt. Hér er hann!“ Sigri hrósandi veifaði hún vasaklút. „Hve lengi haldið þér að þér hafið verið að sækja vasaklút- inn?“ spurði Penbury. „Um það bil fimm mínútur, hugsa ég.“ „Það var langur tími.“ „Finnst yður það? Ég gerði meira en að snýta mér, ég púðr- aði líka á mér nefið.“ „Þá getur það sjálfsagt kom- ið heim við tímann,“ svaraði Penbury. „Hvað hafið þér fram að færa, Calthrop? Við vitum öll að yður hættir við að ganga í svefni. Það er ekki nema vika síðan þér komið sofandi inn í herbergið mitt. Hafið þér týnt vasaklútnum yðar?“ „Hver haldið þér að þér sé- nð?“ Augu Calthrops skutu .gneistum. „Calthrop hefur kannske sof- ið síðast liðna klukkustund, og þá veit enginn upp á hverju hann kann að taka,“ sagði Pen- bury og lét sem hann heyrði ekki spurningu hins. Calthrop var að því kominn að springa! „Heimskuþvaður! Haldið þér ég viti ekki hvað þér eruð að fara? Ég á að hafa far- ið upp sofandi og myrt Wain! Það er ótrúlegt, hvað hægt er að bjóða mönnum ...“ Hann tók á öllu sínu til að hafa stjórn á sér og hélt áfram rólega: „Fyrir svo sem tuttugu mínútum fór ég út úr stofunni. Ég fór inn í borðstofuna og sótti kvöldblað- ið, því að ég ætlaði að ráða krossgátuna. ... Hér er blaðið.“ Penbury yppti öxlum: „Ég trúi yður, en ég er ekki viss um að yður gangi jafngreiðlega að sannfæra lögregluna. ... Og þér, Smith?“ Monty Smith hafði fylgzt af athygli með samtalinu og hafði skýringu á reiðum höndum. Hann hafði velt henni vandlega fyrir sér og þóttist þess fullviss, að á henni væri engin veila. Hann talaði mjög hægt og gæti- lega, því að hann vissi, að hann myndi fara að stama, ef hann talaði hratt: „Hér er skýringin á því, að ég fór út úr stofunni. Ég minntist þess allt í einu, að ég hafði gleymt að skila Wain útidyra- lyklinum hans. Hann lánaði mér JÚNÍ, 1952 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.