Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 40

Heimilisritið - 01.06.1952, Síða 40
ur! Hún settist og las bréf Sillu á ný, og það var henni mikil huggun. Það leit út fyrir, að all- ir eiginmenn væru meira eða minna erfiðir viðureignar. Og maður Sillu var það í enn ríkara mæli en Steve. „Oskar þú ekki stundum, að þú liefðir ekki cjifzt?“ skrifaði Silla. María velti fyrir sér spurn- ingunni. Nei. Það gerði hún á- reiðanlega ekki. Hún fór að taka til í stofunni og rakst þá á tímaritið með spurningunum. Hún leit á þær, fyrst lauslega, en svo með mikl- um áhuga. Hún settist og svaraði öllum spurningunum, fletti síðan á blaðsíðu 23 og fékk að vita, að' hún væri hrein perla sem eigin- kona, og að maður hennar yrði að teljast framúrskarandi hepp- inn að eiga hana. Hún tók sig svo til og svaraði spurningum eiginmannsins með þeim árangri, að Steve varð allmikið undir meðallagi. IvLUKKAN fimm var Steve þegar farinn að sjá eftir ákvörð- un sinni um að vinna „eftir- vinnu“, og hann braut mjög heil- ann um það, hvernig eiginmað- ur, sem ásetti sér að fara sínar eigin götur, ætti að byrja á þeirri braut. En ef til vill var það nokkuð, sem maður ákvarðaði ekki sjálf- um. Máske voru það aðstæð- urnar, sem rækju menn vilja- lausa út í það------. Hann ieit rannsakandi á eina unga kvenmanninn í skrifstof- unni. Hún var gift og henni lá ætíð nrjög á að komast heim. Hann stundi þungan. Hér var lítil hætta af freistingum. En það, sem hann óskaði, var ein- ungis að koma því til leiðar, að María væri ekki alveg svona ör- ugg. Hann óskaði alls ekki að falla í freistni — að minnsta kosti ekki að neinu ráði. Þegar klukkan var hálfsex, gekk liann inn í kaffihús og fékk sér brauðsneiðar og kaffi. Hann reyndi að telja sér trú um, að hann nyti þessa málsverð'ar. En að hugsa sér, að hann hefði getað verið heima og borðað kanínusteik! IJng stúlka settist gegnt hon- um. Hún var há og dökk yfir- litum og með trúlofunarhring. Hún borðaði annars hugar. En svo dró hún skrifblokk og penna upp úr tösku sinni. Það færðist bros yfir andlit hennar og hún byrjaði að skrifa. „Drottinn varðVeiti oss“, 38 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.