Heimilisritið - 01.06.1952, Side 51

Heimilisritið - 01.06.1952, Side 51
inu eins og kattaraugu. „Eigið þér við, að ég hafi látið yður bíða?“ spurði hann. „Já, ég hef norpað hér í heila viku,“ sagði gesturinn gremju- lega. Nú var aðeins september, og þó að næturnar gætu verið dá- lítið svalar, þá var alls ekki kalt ennþá. Louis kunni að leggja saman tvo og tvo. „Þér hafið máske beðið þess að taka mig að yður í tilefni af mínu nýafstaðna sjálfsmorði?“ „Já, það er nú einmitt það, og ég vona þér komið rólegur með mér,“ sagði púkinn. „Kæri vin,“ sagði Louis, „ég skil að þér hafið yðar skyldum að gegna, og ég er ekki einn af þeim, sem dytti í hug að gera uppsteit úti á götu. Mér þykir leitt að hafa látið yður bíða í kuldanum, en satt að segja hafði ég ekki hugmynd um tilvist yð- ar, svo ég vona að þér takið mér þetta ekki illa upp.“ „Jú, ég tek yður það vissulega illa upp,“ sagði púkinn fúll. „Ég er viss um að ég fæ inflúensu," og hann hóstaði hroðalega og hélt áfram: „Það er verst við eigum svo herjans langa leið fjnrir höndum. „Ég verð ekki með heilli há fyrstu vikurnar.“ „Ég þoli ekki að heyra yður hósta svona. Hafið þér nokkurn- tíma prófað ,,Kvets“ í „Rottu- gildrunni“?“ „Hvað er „Kvets“ eiginlega?“ spurði púkinn, í tóntegund, sem minnti á milli hnerra og hósta. „Það er líkast fljótandi eldi. Bruggað úr plómukjörnum. Ég er sannfærður um, að það myndi lækna yður.“ „Fljótandi eldur, he!“ sagði gesturinn, og augun glóðu eins og vindlaendar. „Þér ættuð að reyna það.“ „Ja, ég veit ekki ... við erum nú orðnir viku of seinir, og það er yður að kenna, svo hví skyld- um við ekki geta tafizt hálftíma mín vegna. En ég er samt hræddur um að ég fái orð í eyra ef það kemst upp.“ Louis fullvissaði hann um, að hann mætti einnig skrifa þenn- an síðasta hálftíma á sinn reikn- ing. „Það er mín sök, að þér haf- ið ofkælzt, svo það er skylda mín að sjá um, að þér læknist.“ Púkinn trúði honum auðsjáan- lega, og þess vegna ályktaði vinur vor, að þetta hlyti að vera ósköp einfaldur púki. Þeir héldu til Rottugildrunnar. Þegar þeir fóru framhjá Picca- dily Circus, benti púkinn á nið- urgönguna að neðanjarðarbraut- inni og sagði: „Þama eigum við að fara niður, þegar ég er búinn að fá nokra dropa af þessu — JÚNÍ, 1952 49

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.