Heimilisritið - 01.06.1952, Side 54
rölti um stund og ákvað svo að
skreppa aftur til Muttonsgisti-
hússins til að sjá, hvernig líkinu
hans liði.
Honum þótti sárt að sjá, að
aðlaðandi brosið, sem hann hafði
gert sér svo mikið far um að
setja upp, var dofnað. Það leit
nú bara fábjánalega út. Án þess
að hugsa nánar út í það, læddist
hann inn í líkamann til að lag-
færa brosið.
Og rétt í því klæjaði hann í
nefið og hnerraði. Hann vaknaði-
— snarlifandi í glæsilegu hótel-
herberginu.
„Nú er heima,“ sagði hann og
leit á náttborðið. „Getur verið,
að ég hafi ekki verið búinn að
gleypa nema tvær töflur áður
en ég sofna'ði? Það er eitthvað
til í því, að bezt sé að flýta sér
hægt. Þetta hefur þá einungis
verið afar eðlilegur draumur!"
Hann var feginn að vera lif-
andi, og enn þá fegnari varð
hann, þegar það kom á daginn
á næstunni, að meðbiðill hans
var horfinn með húð og hári.
Síðast höfðu nokkrir vinir hans
séð hann ganga niður í neðan-
jarðarstöðina á Piccadilly Circ-
us nokkru eftir miðnætti á
föstudagskvöld.
Louis kom fyrst í hug að
heimsækja Seliu, en svo sá hann
sig um hönd og fór í þess stað
til París, og á þessu má sjá, að
kvenfólk ætti að hugsa sig vel
um áður en það tekur til að
leika sér að tilfinningum lítilla.
bláeygra karlmanna, því þá get-
ur svo farið, að þær sitji allt' í
einu með sárt ennið.
VELSVARAÐ
Glettinn læknir (við listmálarann): „Þetta em víst hin nnsheppnuðu
vcrk yðar, sem þér látið hanga hérna.“
Listamaðurinn (ólundarlega): „Já, í þeim efnum hafið þið læknarnir
betri aðstöðu en við. Þið grafið ykkar.“
Á ÁKÆRANDABEKKNUM
Eitt sinn þegar enski dómarinn Sir Hcnry Hawkins, scm hafði mik-
inn áhuga á allskonar sporti, var seztur í dómarasætið og ákærði hafði
verið kallaður fyrir, var því veitt athygli, að fanginn sagði eitthvað við
vörðinn. Ákærandinn krafðist þess, að vörðurinn skýrði þegar í stað frá
því, hvað fanginn hefði sagt. Vörðurinn færðist fyrst undan, cn þegar
dómarinn skipaði honum að hafa upp orðin, kvað hann fangann hafa
bent á dómarann og spurt: „Hver er þessi mölétni, gamli heiðingi þarna?
Ég hef oft séð hann hengslast upp við veðreiðabrautir."
52
HEIMILISRITIÐ