Heimilisritið - 01.06.1952, Page 58

Heimilisritið - 01.06.1952, Page 58
læknir, „ástancl yðar er alvar- legra en ég hélt í fyrstu. Þér haf- ið orðið fyrir taugaáreynslu“. Hann tók af sér hanzkana og opnaði svörtu töskuna. Anna- belle starði á hann utan við sig af skelfingu. Hún þrýsti háls- málinu á nóttkjólnum þétt að hálsi sér og hefði sennilega rok- ið á dyr, ef hann hefði ekki stað'- ið alveg í vegi fyrir henni. Hann tók nú stól og setti hann eins ná- lægt henni og hann gat. Hann settist og leit á stúlkuna með al- varlegum augum fagmannsins. „Hvernig — hvernig gátuð þér vitað, hver ég var?“ gat Annabelle loks stunið upp. „Þér lítið út eins og ein af West-ættinni, og ég er sendur hingað af Cyrus West til að rannsaka erfingja hans. Fvrsti erfinginn átti að heita West“. Annabelle hrökk við eins og hún hefði verið stungin. „Hvað orsakar þennan óró- leika yðar í nótt?“ spurði hann, um leið og hann seildist eftir hönd hennar. „Hvað vitið þér um það?“ spurði Annabelle og gerðist stöðugt hræddari. „Eg þekkti Cyrus West, ég stundaði hann í veikindum hans. Þér eruð erfinginn?“ „Já“. „Hafið þér nokkurn tíma orð'- ið veikar, svo þetta ástand yðar geti verið afleiðing þess?“ „Hvað meinið þér, læknir?“ sagði stúlkan kvíðin. „Hafið þér nokkurn tíma orð- ið alvarlega hræddar, fengið missýnir, ekki séð raunverulega hluti?“ Hann þreifaði á slagæð- inni. „N-----------nei, jú, ég veit ekki — ekki fyrr en þá í kvöld“. „Humm, hvað kom fyrir í kvöld?“ „Crosby hvarf, svo fundum við lík hans. Svo hvarf líkið. Ég er ekki viss um, hvort ég sá það eða ekki. Það var hræðilegt“. Orðin hrutu af vörum hennar eins og syndajátning. Snögglega kippti hún að sér hendinni, fleygði sér á sófann og fór að snökta. „Humm, hum. Crosby drep- inn áður en ég kom?“ Annabelle kinkaði kolli af ákafa. „Það er undarlegt, mjög undarlegt, ég þekkti hann vel“. I þessu bili kom Cicily á fleygi- ferð inn í bókaherbergið'. Hún snarstanzaði þegar hún sá dökk- klædda manninn, sem sat hjá Annabelle, og ósjálfrátt gaf hún frá sér hljóð. Læknirinn heyrði þetta og leit rannsakandi á hana. „Hver er þetta?“ spurði hann höstum rómi. Annabelle leit upp og varð 56 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.