Heimilisritið - 01.06.1952, Page 59
hughægra við nærveru Cicily.
„Það er ungfrú Cieily Young,
frænka mín. Cicily, þetta er
Patterson ]æknir“. Þau kinkuðu
kolli.
„Ungfrú Young, viljið þér ná
fyrir mig í glas af vatni?“ spurði
læknirinn.
Það var vatnskanna ásamt
glasi rétt hjá þeim. Cicily leit
tortryggin á hann og skenkti í
hálft glas.
„Svo Crosby er farinn. Það
var slæmt. Eg þekkti hann vel
i fjörutíu ár. Jæja, hvað kom
annað' fyrir?“
„Margt. Það kom hönd í
gegnum rúmtjöldin hjá mér og
stal hálsmeninu mínu“.
Læknirinn hélt skammti af
einhverju dufti í hönd sér vfir
vansglasinu og hellti dálitlu af
því í glasið. „Já, humm, skrít-
ið“, sagði hann.
„Já, svo reyndum \úð að ná í
lögregluna, en þá var símaþráð-
urinn slitinn“.
„Grunsamlegt“, sagði læknir-
inn og hellti enn meira af dufti
í glasið.
„Svo hvarf Paul — Paul frændi
minn hvarf í gegn um vegginn
í svefnherberginu mínu og vegg-
urinn lokaðist á eftir honum“.
„Skrítið“, sagði læknirinn og
hellti enn meira dufti í glasið.
„Svo kom ég hingað inn til að
JÚNÍ, 1952
segja Susan þetta, en Susan er
önnur frænka mín, og þá tók
hún til fótanna og hvarf, eitt-
hvað út“.
„Hu — humm, einkennilegt.
Mjög einkennilegt“. Og hann
hellti ennþá meira dufti í glas-
ið.
Allt í einu hallaði Patterson
læknir sér áfram og bretti upp
augnalok Annabelle. Hann leit
í augu hennar, lengi og grand-
gæfilega. Þegar liann sleppti
þeim, sagði hann aftur: „Hum —
humm“, og tók upp glasið.
„Hérna, drekkið þetta. Það
róar yður. Líkamlega virðist þér
heilbrigðar, en þér eruð í hræði-
lega æstu skapi“.
„Drekktu það ekki, Anna-
belle. Þetta gæti verið' eitur“,
hrópaði Cicily Young, æst í
skapi.
„Ungfrú Young, þér eruð ekki
með fullu viti. Ég kom ekki hing-
að um þetta leyti nætur til að
taka á móti ásökunum. Ég mun
kæra þetta í fyrramálið“. Og án
þess svo mikið sem að líta á þær,
greip Patterson læknir hatt sinn
og gekk út úr herberginu.
Stúlkurnar fylgdu honum báð-
ar eftir með augunum, sýnilega
léttari í skapi, þar sem hann
gekk í gegn um anddvrið. Með-
an þær einblíndu á lækninn,
kom í ljós loðin bönd í dyra-
57