Heimilisritið - 01.06.1952, Qupperneq 62
hann stæði uppréttur. Gólfið
virtist slétt, og veggirnir voru
bornir steinlími og vel sléttir. A
þessum stað voru göngin alveg
bein. I myrkrinu gat hann
hvergi orðið var við, að hægt
væri að geyma lík þarna, eða
koma fyrir þeim vélaumbúnaði,
sem hann hafð'i heyrt að lokaði
dyrunum sjálfkrafa á hæla hon-
um. Allt í einu, um leið og hann
beygði fyrir horn á beina gang-
inum, varð ekkert gólf undir
fæti hans, og hann hafði nærri
misst jafnvægið. Hann virtist
standa við efri enda á tröppum,
og það þótti honum góðs viti.
Hann vissi, að hann þurfti að
komast niður á hæðina fyrir
neðan, til þess að geta komizt
nálægt bókaherberginu. Hans
hugmynd var sú, að' hvarf lög-
fræðingsins í bókaherberginu og
síðar hvarf líksins úr svefnher-
berginu, væri verk einnar og
sömu persónu, og að hvort
tveggja hefði skeð í gegn um
þessi leynigöng. Þetta reyndist
rétt, stiginn lá niður á næstu
hæð, hann taldi þrepin.
Hér voru göngin breiðari og
hærri. Loftið var einnig frískara
hér. Sama myrkrið var hér, og
hann varð stöðug’t að þreifa fvr-
ir sér. Sem betur fór lágu engin
hliðargöng út frá þessum gangi.
Allt í einu heyrð'i Paul raddir,
hann hlustaði með athygli og
skreið í áttina þangað, sem
hljóðið kom frá. Tíu skref enn,
og undarlegt atvik skeði. Orðin
virtust sögð fast við eyra lians,
og hann þekkti röddina.
„Hvernig — hvernig gátuð
þér vitað hver ég var?“ heyrði
hann að Annabelle sagði eins
greinilega og hún hefði ekki
staðið lengra en fet frá honum.
Þetta líktist kraftaverki. Ilér
var hann í steingöngum, og þó
virtist eins og Annabelle væri
þar hjá honum. Hann hlustaði
eftir svarinu. Röddina, sem svar-
aði, þekkti hann ekki, hafði
aldrei héyrt hana áður. Rödd
Annabelle var æst, en hin rödd-
in virtist traust og róleg. Ef til
vill var magnara komið fyrir
milli bókastofunnar og leyni-
gangsins. Sniðugt, farnist hon-
um. Að minnsta kosti var hann
viss um að' þetta væri bókaher-
bergið. Jæja, hann þóttist viss
um, að gengt myndi vera niður
í kjallarann einhvers staðar, og
þá ætti að verða fvrir honum
enn einn stigi. Hann þreifaði
fyrir sér með fótunum og kom
nú að öðrn horni. Sér til mikill-
ar gleði sá hann, að ljós skein út
úr göngum fyrir neðan. Yið Ijós-
bjarmann sá hann steintröppur,
sem lágu niður í kjallarann.
Þegar Paul ætlaði að halda
60
HEIMILISRITIÐ