Heimilisritið - 01.06.1952, Qupperneq 67

Heimilisritið - 01.06.1952, Qupperneq 67
SPURNINGAR OG SVOR (Framh. af 2. kápnsiðu) þú ferð að sofa. Neyttu sem minnst af salti. Fáðu þér aldrei aukabita. Farðu í gönguferðir, dansaðu, iðkaðu badming- ton eða annað slíkt sport. — Ef þú get- ur komið því við, skaltu eiga vog og vega þig daglega. Eva Adams. FARIN AÐ ÖRVÆNTA Til „Einnar, sem örvæntir': — Það er mesti óþarfi að örvænta, þótt þú sért komin þetta yfir þrítugt. Ást og róm- antík getur komið til þín á hvaða aldri sem er. Flugsaðu ekki sem svo: Ég er orðin of gömul og ráðsett. — Það er ekki rétt. Unga fólkið hefur alls ekki einka- rétt á ástinni. Fylgstu með tímanum í hárgreiðslu, klæðaburði og skoðunum. Með þessu er ekki sagt, að þú eigir að vera uppgerðar- leg og sminkuð tízkudrós. Föt þín geta verið klassisk og svipur þinn ungur. Þú getur verið létt í skapi, rætt af þekkingu um umræðuefni líðandi stundar og flétt- að inn í samræðurnar minningum og reynslu þinni. Karlmenn þarfnast engu síður ástar en konur. Það skaltu hafa hugfast. Þrá- in eftir hamingju, fegurð, skilningi, sameiginlegum hláturstundum, ánægj- unni af því að líta til baka yfir liðin ár með samlyndum félaga, er alveg sama hjá báðum kynjum og á öllum aldri. Eva Adams. VARÐANDI HÚÐINA Svar til „A. B.": — Þvoðu alltaf af þér púður og krem á hverju kvöldi. Þar sem þú hefur feita húð, skaltu þurrka andlitshúðina með baðmullar- hnoðra, bleyttum í spritti. Notaðu á- vallt gott dagkrem undir púðri. Ef þú þværð þér upp úr heitu vatni, skaltu skola húðina vel upp úr köldu vatni á eftir. Enginn, sem hefur slæma húð, ætti að neyta sterkra drykkja, mjög kaldra rétta eða súkkulaðis. Varirnar verða rauðar og hraustlegar, ef þú burstar þær varlega með tann- burstanum, þegar þú hefur burstað tennurnar. Eva Adams. HÚN VILL HANN EKKI Svar til „B. B": — Mér finnst þú ættir að láta stúlkuna í friði. Hún hef- ur svo áþreifanlega gefið þér f skyn, að hún kæri sig ekki um aðdáun þína. Hver veit nema hún sakni þín, þegar þú lætur hana afskiptalausa. Þannig eru sumar stúlkur. En vísast er fyrir þig að reikna ekki með því, að sú veika von rætist. Réttast væri að álíta öllu lokið ykkar á milli, þótt það sé sársaukafullt. Þú hlýtur að hafa það stolt, að eyða ekki ást þinnj á stúlku, sem vill ekkert hafa saman við þig að sælda. Eva Adams. SVÖR TIL ÝMSRA Til „Hlaupársbarns": — Venjan er sú, að þeir, sem fæddir eru á hlaupárs- degi, halda afmælisdaginn hátíðlegan 28. febrúar, þau ár, sem ekki hafa 29 daga í þeim mánuði. Til „Húsmóður": — Joðáburður er 5% upplausn af joði í vínanda, og ef joðáburðurinn er geymdur til lengdar, einkum á björtum stað, getur hann orð- ið skaðlegur fyrir húðina. Til „S. S.": — Því miður er víst ekk- ert við þessu að gera. Það er þó varla öll von úti ennþá, um að þetta breytist með aldrinum. Og sumir menn, sem eru fæddir með þessu óeðli, hafa eign- azt böm og gott heimili. Svo við skul- um vona það bezta, vinur. Eva Adams.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.