Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 2
Hvaða litir fara þér bezt?
Leiðbeiningar um litaval fyrir konur — og karla
ER ÞÉR í raun og veru ljóst, hversu
mikla þýðingu litir hafa — hvað þeir
hafa að segja fyrir persónuleika þinn —•
og hvað þeir geta spillt miklu? Það er
að sjálfsögðu mikils vert, að snið kjólsins
sé fallegt og hæfilegt, en það er ekki
nóg. Hitt er líka mjög þýðingarmikið,
að litirnir samhæfist þínum eigin litum.
Hver heildarlitur getur haft ýms blæ-
brigði. Skærblár litur kann að verka
þannig á hörundslit þinn, að hann verð-
ur fráhrindandi og grámóskulegur að
sjá, þótt hins vegar blátt með grænum
cða gráum litatón fari þér ágætlega.
Bannfærðu þess vegna ekki heilan lita-
flokk eingöngu af því, að einhver teg-
und hans hefur skapað slærna reynsíu.
Og svo skaltu heldur aldrei skipta þér
af því, hvaða litir eru sagðir mest í
tízku í það og það skiptið. Það eru svo
margir litir alltaf í tízku, að það er ó-
sennilegt, að einhverjir þeirra séu ekki
hinir ákjósanlegustu fyrir þig.
Litir eru einnig árðandi að því er varð-
ar vellíðan þína. Þú kannast sjálfsagt
sjálf við það, hvernig þeir verka á skap-
iyndi þitt. Ef þú ert í góðu skapi, vel-
urðu ósjálfrátt dálítið galgopalegan kjól
í „glaðlegum“ Ijtum. Hann getur haft
alveg ótrúleg áhrif á þig —- fengið þig
bæði í gott og slæmt skap!
Þekkirðn litina?
Nú skulum við líta svolítið á c:n-
staka liti.
Fyrst eru það þrír grunnlitir — rautt,
gult og blátt, sem eru geislandi og lýs-
andi og sérlega vel fallnir í sólskini og
sumarleyfi. I borginni er rétt að velja
ekki mjög litsterkar tegundir. Reyndar
er erfitt að bera flíkur, sem eingöngu
eru f einhverjum einum þessara Iita, án
andstæðna.
Svo eru það litirnir — ef liti skyldi
kalla —■ sem samhæfast öllum öðrum lit-
um: hvítt og svart — hlutlausu litirnir.
Hvítur litur fer vel við allan litar-
hátt. Hann fer öllum vel. Það eina, sém
taka þarf tillit til, er líkamsvöxturinn,
vegna þess að hvítt stækkar og eykur.
Svart er hins vegar varasamur „litur“.
Hann krefst gagnverkandi lita. Að vísu
mjög fram undanfarin ár, að svart sé
hafa tízkufrömuðirnir í Parfs haldið því
heppilegt á unglingsstúlkur — en hvers
vegna að velja þennan lit, þegar hægt
er að velja úr hundruðum skemmtilegra
(Frh. á 3. \ápusíSu)