Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 5
Ég cnaldaði í móinn.
,,Mér er unun að því að taka á
móti gestum, þegar það eru kunn-
íngjar okkar — en útlending ...“
I fyrstu skildi ég ekki kald-
hæðnisbros Ar-mands.
,,Af hverju ertu að brosa?”
spurði ég.
„Elskan mín, ég hélt nú, að
,,útlendingur,“ sem allt í einu
kemur fram á sviðið og truflar
hjartslátt ungra og rómantískra
kvenna, væri ofur eðlilegt og alls
ekki óþekkt fyrirbæri fyrir þig.“
Þá mundi ég eftir orðakasti
okkar um kvikmyndasöguna. Ég
firrtist hálfpartinn við þessa at-
hugasemd Armands, en þegar
hann hafði dekrað svolítið við
mig á eftir, eins og hann var van-
ur, og blíðkað mig, gleymdi ég
brátt allri ólund.
TVEIMUR dögum eftir að
Armand hreyfði hugmyndinni um
heimboðið, biðum við þessa mik-
ið umrædda Hassems. Ég hafði
útbúið ágætis mat, og aðstoðar-
stúlkan mín var í fínasta þjón-
ustustúlkuskrúða.
Ég varð alveg undrandi, þegar
ég sá Hassem. Ég hafði ímyndað
mér hann holdugan, búlduleitan
mann með rauðan fez á höfðinu
— algengan austurlenzkan kaup-
sýslumann, sem í samræðum
kæmist naumast að nokkru um-
ræðuefni vegna langra og leiðin-
legra kurteisisformúla. Þess í stað
sá ég snyrtilegan og fríðan mann
um þrítugt, með blóðríkar en
þunnar varir, dreymandi augu,
dálítið veraldarvanan svip og
bronzbrúnan hörundslit. Tindr-
andi og næsta ástúðlegt augnaráð
hans stakk mig, og í því las ég
virðingarfulla og ylríka aðdáun.
Ég vil síður en svo að fólk
haldi að ég líti á sjálfa mig sem
einhverja dýrðarstjörnu, en samt
held ég að ég búi yfir því, sem
Armand kallar tælandi hæfileika.
Hann ber svo ótakmarkað traust
til mín, að hann er aldrei vitund
afbrýðisamur. Þvert á móti nýtur
hann þess og hefur mikið gaman
af, ef hann sér einhvern líta mig
girndarauga.
Það var hafið upp yfir allan
vafa, að Hassem leizt vel á mig.
Þessi fyrsti samfundur okkar varð
ekki leiðinlegur, eins og ég hafði
óttazt. . . . Ég naut hans. Stund-
irnar liðu eins og draumur —
eins og draumur í ,,Þúsund og
einni nótt.“ Til þess að gleðja
manninn minn gerði ég mér upp
dálítinn hefðarbrag — lézt vera
svolítið meiri heimsdama en ég
var í raun og veru. Og ég lifði
mig inn í umræðurnar, vogaði
mér meira að segja að spyrja
Hassem lítið eitt um heimaland
hans, um siði og venjur Austur-
SUMAR, 1953
3