Heimilisritið - 30.05.1953, Page 17

Heimilisritið - 30.05.1953, Page 17
Þú tekur ekki móti hjálp frá nein- um — nei, ekki þú!“ ,,Máske hefur þú rétt fyrir þér.“ ,,Hvað?“ spurði hún smeyk við hljóminn í rödd hans. „Þegar eiginkonan fer að skipta sér af framaferli mannsins síns, er tími til kominn að segja: hingað og ekki lengra.“ ,,Líf mitt er í kafbátunum,“ hélt hann áfram. ,,£g er kafbáts- maður. Hvaða frama, sem ég öðl- ast, vil ég öðlast hann með erf- iði. Fyrir þig er það allt annað. Þú hefur frjálsar hendur að slíta hjónabandi okkar og fljúga til klúbbanna þinna.“ Rödd hans varð hörð. ,,Kona annast um heimili sitt. Ung stúlka fer út og skemmtir sér, ef hún hefur pen- inga. En kona, sem gerir hvort tveggja — og reynir auk þess að ráða frama manns síns — er ekki eins mikils virði og púðrið, sem þarf til að sprengja hana í loft upp.“ Katrín varð eldrjóð. ,,Þá held ég, að —----“ „Ollu er lokið — aðeins aftak- an eftir,“ sagði hann. Hún hrökk saman við þessi orð. Það var eins og hann hefði séð í gegnum hana. En það var ekki svo. Þetta var hans orðatiltaeki, hún hafði aðeins fengið það lán- að og þótt það eiga við þetta taekifæri. Nú, þegar það var sagt upphátt, táknaði það lok þáttar- ins. O, en það var brjálsemi! Hjarta hennar var tekið að hamra. Hún hafði búizt við, að það gengi eftir hennar höfði, hafði ekki gert ráð fyrir að það yrði útkljáð svo skjótt. Hann hafði tekið málið úr höndum hennar og blátt áfram fleygt því framan í hana. Þetta gat ekki endað svona. ,,Vertu sæl, Kata,“ sagði hann. ,,Þú hefur verið ágæt kona, en ég tilheyri stöðugt fjöldanum. Eg verð aldrei nógu góður handa þér. Þú verður heldur að fara heim aftur til miljónanna þinna.“ ,,Tony!“ ,,Þjónn — meira viský!“ sagði hann. Og svo: ,,Eg þarf að vinna, Rauðkolla. Þú hefur feng- ið það, sem þú vildir, er ekki svo ?“ Hún starði vantrúuð á hann, full af blindum ofsa. Tárin komu fram í augu hennar. ,,Eg hata þig !“ sagði hún. Með einhverjum hætti tókát henni að standa upp. Andartaki seinna stóð hún úti á götu. Hún fór að ganga . . . Katrín lokaði hurðinni á íbúð- inni eftir sér. Hún hallaði sér upp að henni, titrandi af reiði. Henni var kalt, hún var tilfinn- ingalaus. Svo varð henni allt í SUMAR, 1953 15

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.