Heimilisritið - 30.05.1953, Side 18

Heimilisritið - 30.05.1953, Side 18
einu ljóst, að Klara stóð fyrir framan hana. Hún varð skelfd, er hún sá að Tony kocn ekki. ,,Kvöldverðurinn er tilbúinn, frú,“ sagði hún. Það var lagt á borð fyrir tvo, bezta postulínið, vínstaupin. Katrín settist og starði á auðan stólinn fyrir framan sig. Hún var æf, þegar hún hug- leiddi framko-mu Tony. Hann hafði ekki einu sinni hlustað á það, sem hún sagði. Og hann hafði ekki haft neitt að segja. Það var ekki líkt honum. Aður hafði það ætíð verið öðru vísi. En nú var eins og ekkert af því, sem hún sagði, skipti neinu máli. Henni varð kalt. Kannske hafði það ekki skipt neinu máli. Máske hafði hún talað svo mikið um þetta efni, að hann var orðinn leiður á því — og leiður á henni! Það hafði henni aldrei fyrr kom- ið í hug. Tony — leiður á henni! Reiðin 'hvarf. Hún leit á tóma töskuna hans. Og allt í einu kom henni í hug, að það væri skrýtið, að hún skyldi ekki hafa sagt Klöru fyrirfram, að Tony myndi ekki koma heim til kvöldverðar. Hún hafði gengið svo nákvæm- lega frá öllu öðru, og hún hafði verið svo fastákveðin í að segja skilið við hann. Og þó var eins og hún hefði alls ekki reiknað með ■því. Það var eins og hún hefði leik- ið illilega á sjálfa sig. Hún hafði lagt niður fyrir sér allt, sem hún ætlaði að segja, en innst með sjálfri sér hefur hún þó ekki getað vænzt þess að svona færi. Hún hlaut að hafa gert ráð fyrir, að Tony léti undan. Hugsunin var lamandi. Hún hafði fengið nákvæmlega það, sem hún hafði ráðgert, en það var ekki það sem hún óskaði eftir. Höfuð hennar hafði leikið á hjart- að ! Jæja, nú var of seint að snúa aftur. Ef hún flýtti sér að pakka niður, myndi hún ekki fá tíma til að hugsa. Hún tók fram ferða- tösku og byrjaði að láta niður kjólana. Það heyrðist blástur frá höfninni. Á hverju kvöldi um þetta leyti létu eftirlitsskipin úr höfn . . . Það var eins og tekið væri um kverkar henni. Ó, Katrín, fíflið þitt ! Hún óskaði að Tony kæmi aftur, með hvaða skilyrðum sem væri. — Hún var ekki lengur ung stúlka — hún var fullorðin — hún var eiginkona — sjó- mannsbrúður! Og það var hið eina, sem hún kærði sig um að vera ! Það var drepið á dyrnar. Það var Klara. Hún átti frí í dag, og hún var að fara út. „Vilduð þér bara skila til Cart- 16 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.