Heimilisritið - 30.05.1953, Side 19

Heimilisritið - 30.05.1953, Side 19
ers, að ég samgleðjist honum.“ Katrín tók andann á lofti. ,,Hvað ?“ ..O, vitið þér það ekki ?“ sagði Klara. ,,Allir hérna í Rungbowl hafa talað um það í allan dag. Hann er orðinn foringi á nýj- asta og stærsta kafbát flotans.“ ,,Á — á V—70 !“ sagði Katrín. Það var staða, sem Tony hafði einungis dreymt um að fá. Hún minntist nú, að hann hafði talað um tilflutning. ,,Já, frú,“ sagði Klara. ,,Allir glöddust svo vegna herra Carters. V—70 fer í kvöld í þriggja vikna reynsluferð. Segið honum, að Klara óski honum til hamingju.“ Katrín fylltist kaldri skelfingu. ,,Já, já,“ stamaði hún, ,,já, auðvitað.“ ÞEGAR Klara var farin, stóð hún þarna og endurtók orðin: „V—70 fer í kvöld ! Ó, Tony, það máttu ekki!“ Þetta er hættu- leg ferð. Þeir áttu að reyna V—70 á allan mögulegan hátt. Allt gat komið fyrir. Og hann hafði ekki sagt henni það. 1 dag, þegar hann hafði þarfnazt hennar mest, hafði hún svikið hann ! Hún þreif hattinn sinn og tösk- una í flýti. Það gilti einu, hvað hann héldi um hana. Hún varð að fara til hans. Hann var henni allt! /----------------------------------^ Spádómur — er rættist ekki Voltaire sagði, að innan 100 ára myndi biblían verða gleymd bók, sem einungis yrði til í opinberum söfnum. Að 100 árum liðnum átti biblíufélagið í Genova hús Vol- tairs, og nýlega voru 92 bindi af verkum Voltairs seld fyrir tvo dollara. — Christian Digest. -----------------------------------/ Á götunni náði hún í bíl. V-70 átti að leggja frá bryggju í Hono- lulu. ,,Fljótt,“ sagði 'hún, ,,ó, fljótt! ‘ ‘ Á leiðinni reyndi hún að hugsa um, hvað hún ætti að segja. Hún sá eftir þessu öllu, góð eiginkona skipti sér ekki af framaferli manns síns. Hún giftist honum til að þola með honum súrt og sætt — Bíllinn ók í loftinu niður á bryggjuna og stanzaði. Hendur hennar skulfu. Hún leit út. Eng- inn kafbátur! ,,En þetta er ekki---------“ Svo starði hún út í höfnina. Risastór kafbátur skreið út höfn- ina. Katrín studdi sig við bílhurð- ina til að hníga ekki niður. „V—70 er farinn,“ sagði bíl- stjórinn. Orðin bergmáluðu í höfði hennar. Hjartað í henni var eins og tóm. Allt umhverfis hana var tóm — tómleiki! Eins og í leiðslu lagði hún dollaraseðil í lófa bíl- stjórans og gekk fram bryggjuna. SUMAR, 1953 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.