Heimilisritið - 30.05.1953, Page 25
mér stóð, greip andann á lofti.
Það var Pétur. Svo kom Cynthia
hlaupandi niður stigann. Hún
hló og faðrnaði mig að sér og
kyssti mig.
..Afskaplega ertu fín!“ hróp-
aði ég áður en ég vissi. ,,Ö, þú
ert beinlínis — líttu bara á hana,
Pétur !“
Hann starði á hana frá sér
numinn. Cynthia hló aftur og rak
honum koss, og hann sótroðnaði.
Það var fyrst á þessari stundu
sem ég tók eftir því, að Pétur var
orðinn fullvaxinn og óvenju
glæsilegur ungur maður.
Cynthiu varð einnig starsýnt á
hann. Eg sá, að augu hennar
urðu stór af undrun, því næst
smá og óútreiknanleg — eins og
í ánægðum kettlingi.
£g þykist geta fullyrt, að það
hati verið á þessu andartaki, sem
al!t byrjaði. Hljómsveitin hóf að
leika fyrsta valsinn, og án frekari
formála féllu þau Pétur og Cyn-
th;a hvort á annars arma og liðu
út á dansgólfið. Mitt í hópi fjöl-
margra dansenda sáust þau
greinilega, rétt eins og þau döns-
uðu í bjarma frá ósýnilegu silfur-
mettuðu tunglsljósi, sem beindist
að þeim tveim og engum öðrum.
Sautján og nítján; dökkt, liðað
hár og silkimjúkir, hunangslitir
lokkar. Það var eitthvað hrífandi
og fallegt við æsku þeirra og full-
kominn þroska. Þrátt fyrir músík-
ina, heyrðust hvarvetna aðdáun-
arorð í þeirra garð. Sá eini, sem
ekki var hrifinn, var Selesen,
sem var slíkt dindiknenni og upp-
skafningur sem frekast getur ver-
ið. Og í áætlun hans varðandi
framtíð Cynthiu var enginn stað-
ur fyrir foreldralausan ungan
mann, sem ekki átti neina pen-
inga, og hafði lág mánaðarlaun.
Þessa nótt gat ég ekki sofið.
£g sat lengi úti við gluggann og
reyndi að horfast í augu við stað-
reyndirnar. Élg elskaði Pétur. Það
hafði ég gert í marga mánuði, og
það vissi ég, að ég myndi ætíð
gera — hvað sem fyrir kæmi.
ÞREM VIKUM síðar hlupust
Pétur og Cynthia á brott. Það
fyrsta, sem ég frétti um það, var
þegar Selesen hringdi til okkar
og spurði mö-mmu, hvort Cynthia
væri hjá okkur. Klukkan var um
sjö, og enginn hafði séð hana síð-
an um hádegi. Síðan hringdi
frændi Péturs. Pétur hafði
skyndilega farið af skrifstofunni
um fimmleytið og tekið bíl
frænda síns — hvort mamma
vissi nokkuð um það ? Og aftur
hringdi Selesen skömmu síðar
og bað okkur um að koma upp
á herragarðinn. 1 forstofunni var
margt manna saman komið —
við mamma, frændi Péturs og
SUMAR, 1953
23