Heimilisritið - 30.05.1953, Page 36

Heimilisritið - 30.05.1953, Page 36
hefði heyrt það, sem þaer sögðu, og vorkenna henni. Hún hafði andstyggð á vorkunnsemi. Hún var ffmmtán ára gömul og gat sjálf ráðið fram úr sínum vanda- rnálum, og ef hún þyrfti að gráta, vildi hún helzt vera ein. Það var rödd móður hennar, sem hafði vakið athygli Susan. ,,Ég veit ekki hvers vegna þú segir þetta,“ hafði hún sagt ó- venju hvasst. Og Cecile frænka hafði svarað á sinn tilgerðarlega hátt: ,,Já, en María, þetta er ekkert til að æsa sig út af. Susan er nánast ljót, en máske getur hún lært að . . .“ Susan hafði ekki beðið eftir að heyra, hvað hún ætti að læra til að bæta úr útliti sínu. 1 fyrstu hafði hún verið öldungis lömuð, og svo varð hún altekin sárum vonbrigðum. Hvernig hef ég komizt hjá að taka eftir því, hugsaði hún og roðnaði af sneypu yfir sínum eig- in bjánaskap. Og ætti hún að vera alveg hreinskilin, varð hún meira að segja að játa, að hún hafði haldið, að hún myndi verða falleg. Allir höfðu í rauninni komið þannig fram við hana, að hún hlaut að halda það. . . . Það voru ekki nema fáeinir dagar síð- an, þegar hún rétti upp höndina í kennslustund, að Mike 'Dean laut að henni og hvíslaði: ,,Þú hefur svo fallegar hendur.“ Hún mundi, að orð hans höfðu yljað henni um hjartað, og hún hafði strax farið að ímynda sér, að hún ■rnyndi verða vinstúlka Mikes, og að hann myndi bjóða henni á skóladansleikinn — þann fyrsta fyrir þau bæði. Hann hafði að vísu ekki minnzt á ballið né talað við hana síðan. En hún hafði haldið, að það væri einungis af því, að strákar eru nú einu sinni eins og þeir eru — allt öðru vísi en stelpur. Nú vissi hún betur. Mike var álitlegasti strákurinn í bekknum, og sú til- hugsun, að hann myndi kjósa Súsan Wellman, ljótu Súsan, var blátt áfram fjarstæða! Tárin komu fram í augu hennar. Þegar hún heyrði móður sína og frænku fara út úr stofunni, laumaðist hún inn, hljóp upp í herbergi sitt og stillti sér upp fyr- ir framan spegilinn. Hún sá blá augu — full af tár- um — undir allt of nánum brún- um, sem voru hvorki ljósar né dökkar. Það voru freknur á nef- inu, og sjálft litla, uppbretta neí- ið var alveg eins og búast mátti við á ljótri stúlku með freknur og rautt hár, ,,Súsý !“ kallaði mamma henn- ar úr eldhúsinu. Súsan hikaði of- urlítið, áður en hún svaraði. Mað- ur gat aldrei leynt mömmu neinu 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.