Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 37
— hún sá alltaf, ef dóttir hennar
var í slæmu skapi. Súsan hugs-
aði til frænku sinnar, Elísabetar,
sem var stolt og gleði Cecile
frænku, hún var fegurðardís —
það sögðu allir — og allt í einu
varð hún gripin meðaucnkun með
móður sinni. Það hlaut að vera
hræðilegt að eiga ljóta dóttur!
Frú Wellman var að baka.
,,Eg er að búa til tertu,“ sagði
hún við dóttur sína, ,,og ég hugs-
aði, að þig langaði kannske til að
líta á hana — þú þarft einhvern
tíma á því að halda að kunna
að búa til tertu sjálf.“
Súsanna yppti öxlum og sneri
sér undan til að leyna roðanum
í andlitinu. ,,Það er ekki víst,“
svaraði hún.
,,Jú, áreiðanlega,“ svaraði
móðir hennar hlæjandi. ,,Aður
en við vitum af, kemur einhver
og tekur litlu hnátuna frá okk-
ur.“
Súsan leið illa. Henni fannst
sem móðir hennar væri enn að
tala við Cecile frænku og reyndi
að sannfæra hana um, að Súsan
mvndi verða falleg og eftirsótt.
Þeg^r faðir hennar kom heim,
leit hann inn í eldhúsið, þar sem
hún var rétt að Ijúka við að
skreyta tertuna. ,,Nú já,“ sagði
hann, ,,ég veit svei mér ekki hvor
er fallegri, þú eða tertan !“
Þetta var eins og samsæri til að
f----------------------------------
Um ágirnd
Þar, sem ágirndin fær að ráða,
e'r æran send heim.
Enskur málsháttur.
Manni, sem bæði er ríkur og
ágjarn, væri fyrir beztu að hengja
sig í næsta tré.
Abbesinskur málsháttur.
Þann ágjarna skortir bæði bað,
sem liann á, og það, sem hann á
ekki.
Abesinskur málsháttur.
Maður, sem heldur aftur af á-
girnd sinni, mun sjá fjársjóð sinn
ávaxtast.
Grískur málsháttur.
Kannske er sá fátækur, sem
skortir allt, sem hann þráir að
eiga — en hann er alltaf ríkari en
sá ágjarni.
Kínverskur málsháttur.
__________________________________J
aftra henni frá að uppgötva eigin
ófríðleika. Hana langaði til að
fleygja sér í fang föður síns og
gráta út.
Þegar hún um kvöldið fór í
kvikmyndahúsið með frænku
sinni, virti hún í fyrsta sinn ná-
kvæmlega fyrir sér fallegt, beint
nefið, fagurlagaða munninn, blá
augun, bjarta húðina og dökka
hárið, sem féll í eðlilegum bylgj-
um niður umhverfis andlitið. Já,
SUMAR, 1953
35