Heimilisritið - 30.05.1953, Blaðsíða 44
sem ég hafði ekki veitt athygli,
hremmdi drottningin litla peðið
vinstra megin við kónginn minn.
,,Skák og mát,“ sagði cneist-
arinn. ,,Viljið þér reyna einu
sinni til ?“
ÉG REYNDI sex sinnum í við-
bót, en það var eins og fífl væri
að rökræða afstæðiskenninguna
við Einstein. Þegar við byrjuð-
á því sjöunda, var ég orðinn svo
utan gátta, að ég lét hann gera
mig heimaskítsmát.
Eg stóð upp frá taflborðinu og
fann, að ég átti mér ekki við-
reisnar von.
,,Ég er ekki vel upplagður í
dag, Capablanca," sagði ég.
,,Þér skuldið mér fyrir fimm
skákir,“ sagði skákmeistarinn.
,,Sjö,“ leiðrétti ég.
Hann tók upp blýantsbút og
skrifaði tölur í vasabókina sína.
Hann skrifaði 25 og þar fyrir
neðan 7. Hann margfaldaði og
fékk út 125.
,,Nei, nú snuðið þér yður,“
sagði ég.
Hann reyndi aftur og fékk út-
komuna 225. Svo krassaði hann
yfir allt saman og skrifaði loks
töluna 25 sjö sinnum hverja neð-
an undir annarri og lagði svo
saman. í þetta skipti varð útkom-
an 1.75.
Ég tók upp fimm dollara seðil.
Hann hrukkaði ennið og fór enn
á ný að skrifa í vasabókina.
Hann skrifaði 5.00 og þar fyrir
neðan 1.75. Hann skrifaði stórt
mínusmerki. Utkoman varð 4.85.
Skákmeistarinn gaut augunum
til mín með angurblíðu brosi og
sagði:
,,Eg er svei mér ekki viss um
að þetta sé rétt. Þér hafið þetta
víst ekki í smámynt?"
Eg lagði fimm dollara seðilinn
á skákborðið, leiksvið niðurlæg-
ingar minnar.
,,Eigið þér seðilinn,“ sagði ég.
,,Ég er ekki frá því að mér líði
svolítið betur núna. . . .“ *
Ertu góður leyniögreglumaður?
(Framhhald af bls. 10)
SVÖR:
I. nei, 2. já, 3. já, 4. já, 5. nei,
6. já, 7. já, 8. já, 9. rétt, 10. já,
I I. já.
John Macdonald, som Benz
ákærði að viðstöddum Carl Dyk-
stra, gafst upp og játaði, að hann
hefði lengi kvalizt af afbrýði, eft-
ir að þessi kona bezta vinar hans
neitaði honum. Hann var dæmd-
ur sekur um morð og hengdur.
42
HEIMILISRITIÐ