Heimilisritið - 30.05.1953, Page 47
vara manninn, en í stað þess
spennti hún bogann og sendi
krókódílnum ör. Orin hæfði hann
hjá kjálkalið'num, og áhrifin urðu
undraverð: Dýrið steyptist koll-
hnís, snerist í hring og kom í
þessum umbrotum alveg að Bill
og sló hann um koll með sporð-
inum. Bill þaut í land í nokkr-
um stórum stökkum.
En sú ókind, hugsaði hann og
starði undrandi á rauða rák í
vatninu, sem sýndi hvei*t krókó-
dillinn hafði haldið. Svo sneri
hann sér hlæjandi að stúlkunni
og sagði:
„Þetta getur maður kallað
kraftaverk. Hefðirðu komið
fimm mínútum seinna, myndi
ég hafa verið etinn!“
Hann hristi sig eins og blaut-
ur hundur og strauk hárið aftur.
„Þú verður að borða hádegis-
mat með mér, því ég get því
miður ekki boðið uppá fínan
kvöldverð“, sagði hann með
breiðu brosi og byrjaði að taka
upp úr malpokanum.
Nagami gekk feimnislega aft-
ur á bak. Maðurinn kom nú
öðruvísi fyrir en úti í ánni.
Hann var miklu hærri, sterk-
legiá og liðlegri, en hún hafði
haldið. Og svo voru þessi furð’u-
legu augu, sem voru eins og
blettir af bláum himni í sólbrúnu
andlitinu.
„Smurt brauð, kex og ávaxta-
mauk, gerðu svo vel“, sagði
hann og tók nú fyrst eftir feimni
hennar. An frekari umsvifa
greip hann um axlir henni og lét
hana setjast í grasið.
„Hérna!“ Hann rétti henni
brauðsneiðar með kjöti og ýtti
til hennar kexi og ávaxtamauki.
„Taktu til matar þíns!“
Na gami hikaði, en beit svo
hraustlega í brauðið.
„Af hverju varstu að grafa úti
í ánni?“ spurði hún.
„Eg er gullgrafari“, svaraði
hann.
„0“, sagð'i hún.
„Já, um það er ekki meira að
segja. Og það er bölvað strit“.
Hann hrukkaði ennið þungbú-
inn.
Þau borðuðu þegjandi, og þeg-
ar hann var búinn, strauk hann
sér með handarbakinu um
munninn. Svo greip liann um
hægri hönd hennar og strauk
vísifingrinum upp eftir úlnliðn-
um á henni.
„Eins og flos“, tautaði hann,
og það kom undarlegt blik í
augu hans. Hann horfði í skær,
brún augu hennar og virtist lesa
duldustu hugrenningar hennar.
Allt í einu kyssti hann hana.
Fast og óvænt. Hún veitti ekk-
ert viðnám. Varir hennar voru
mjúkar og eftirlátar. Það' leið
SUMAR, 1953
45