Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 56

Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 56
inu við gluggann, þar sem drykkjarföngin stóðu, hellti sér fullt glas af óblönduðu viský og drakk helminginn af því í ein- um teyg og kom svo aftur að arninum. „Þér lofuðuð að segja okkur sögu“, sagði presturinn við ó- kunna manninn. „Látum okkur lieyra hana“. Maðurinn með gulföla andlit- ið laut ofurlítið fram, starði inn í eldinn og hóf sögu sína. „FYRIR tíu árum var ég blaðamaður í Brest. Eg vann við eitt af bæjarblöðunum fyrir fremur 1 ágt kaup — en það var þó alltaí byrjun — mér fannst ég hafa fótinn í neðsta þrepi á stiga frægðarinnar. Sumar eitt eyddi ég orlofinu í litlum bæ úti á ströndinni. Nafn- ið skiptir ekki máli. Þetta var afsíðis staður, þar sem engir ferðamenn komu, og lielztu fyr- irmenn bæjarins voru borgar- stjórinn og læknirinn ■— sá síð'- arnefndi var ungur maður, ný- lega búinn að ijúka námi. Eg varð brátt góður kunningi þessara tveggja manna, og það leið ekki á löngu, þar til ég varð ástfanginn af Aline dóttur borg- arstjórans. Hún var nítján ára — vndis- lega falleg, kát og töfrandi. Eg varð þess brátt var, að hún end- urgalt tilfinningar mínar. Ég talaði við föður hennar, og hann lýsti því yfir, að hann hefði ekk- ert á móti samdrætti okkar, en hann krafð'ist þess þó, að við biðum með að giftast, þar til ég \-æri orðinn fastráðinn við blað- ið og hefði nógar tekjur til að bjóða tilvonandi konu minni sómasamlegt heimili. Eg samþykkti þetta auðvitað, og þegar leyfið var úti, fór ég aftur til Brest, ákveðinn í að vinna baki brotnu. I nokkrar vikur gekk allt vel, svo fór ég að' fá áhyggjufull bréf frá Aline. Ungi læknirinn var einnig orðinn ástfanginn af lienni, og þótt hann vissi, að hún var trúlofuð mér, angraði hann hana með áleitni sinni. Ég varð óður af reiði. Mér tókst að fá nokkurra daga orlof og fór beina leið til borgarstjóra- hússins. Eg heimsótti lækninn og sagði honum meiningu mína,' skýrt og skorinort. Hann afsakaði sig á allan hátt — það hefði ekki verið ætlun hans að hrella Aline, en hann elskáði hana og hefði látið til- finningarnar hlaupa með sig í gönur. Eg efaðist ekki um, að hann væri alvarlega ástfanginn af unnustu minni, en Aline hafði gefið mér hjarta sitt, svo það 54 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.