Heimilisritið - 30.05.1953, Side 59

Heimilisritið - 30.05.1953, Side 59
er ekki satt! Það er lygi!*' Hann faldi andlitið í höndunum. „Guð almáttugur!“ hrópaði André. „Ef þér hafið drukknað, maður, hvernig getið þér þá ver- ið til frásagnar um það? Þér er- uð bölvað'ur lygari, og annað ekki!“ Séra Grogant beygði sig fram í sætinu — andlit hans var fölt og afmyndað. „Segið okkur hver morðinginn var“, sagði hann. Sá ókunni stóð upp. Dökk augun lýstu í gulbleiku andlit- inu. Hann liofði beint á Valéry, rétti fram langa, margra hönd- ina og benti á hann. „Þarna er morðinginn!“ hróp- aði hann, hásri, óhugnanlegri röddu. Valéry gaf frá sér hálfkæft óp. „Ó guð, ó guð, það er satt“, stundi hann. „Loksins er glæpur minn kominn upp!“ Svo datt hann meðvitundar- laus á gólfið við fætur prestsins. Við hitum niður að honum. Séra Grogant lagði höndina að hjarta hans. „Hann er dauður. Guð veri sál hans líknsamur“. André rétti úr sér. Bölvaður þrællinn“, hrópaði hann. „Hvað ætlið þér —“ Svo þagnaði hann og leit skelfdur umhverfis sig. Sá ókunni var r-------------------------------■> Skrýtla Móðirin: — Viltu hlýða undir eins, segi ég! Barnið: — Hva — lieyrðu — heldurðu að þú sért að tala við hann pabba? --------------------------------/ horfinn — það voru ekki að'rir í stofunni en presturinn, André og ég — og svo dauði maðurinn. Og þó hafði hvorki dyrum né glugga verið lokið upp. „Eg held ekki, að við ættuni að segja frá öllu, sem við.vit- um“, sagði presturinn rólega, um leið og hann gekk fram til að hringja bjöllunni. „Guðs vegir eru stundum órannsakanlegir“.“ „Hvað' skeði svo?“ spurði ég, þegar Paul Ratsau þagnaði. „Það fór fram líkskoðun, og niðurstaðan varð: Dauður af hjartaslagi vegna óhóflegrar á- fengisneyzlu“. „Og hinir?“ spurði ég. „André fór á stórveiðar í Afríku, og séra Grogant starfar í fátækrahverfi í París — og ég er farinn að leggja stund á sál- arfræði". „ög hver er skoðun þín?“ „Ég hef hingað til ekki lifað neitt merkilegra en það', sem ég var að segja þér frá“, sagði Paul og tæmdi glasið sitt. SUMAR, 1953 57

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.