Heimilisritið - 30.05.1953, Síða 65
,,Þér hafið ágætt minni, frú
Manton.“ Hann brosti: ,,Mér er
það heiður, að þér skulið muna
eftir mér.“
Það var stutt þögn, svo sagði
hún fyrirmannlega:
,,Má ekki bjóða yður sæti,
herra Kovan ? Þér eigið sjálfsagt
sérstakt erindi við mig. Eða starf-
ið þér hérna á hótelinu ?“
Hann hristi höfuðið.
,,Nú sem stendur dvel ég hjá
kunningjum mínum uppi í sveit.
Það var heima hjá þeim, sem ég
ko-mst að dálitlu, sem ég hugsa
að yður komi vel að vita.“
..Eitthvað, sem mér kæmi vel
að vita ?“ Hún leit fyrst hugsi á
hann, og svo með illa duldri á-
kefð. En — nei — auðvitað gat
hann ekkert vitað um dvalarstað
Katrínar.
,,Nú,' nú,“ sagði hún fljótmælt,
,,hvað er það ?“
En honum virtist ekkert liggja
á að seðja forvitni hennar.
,,Eg hugsa að þær upplýsing-
ar, sem ég hef, muni vera yður
mjög mikils virði, frú Manton,“
svaraði hann.
,,Þér látið mig kannske dæma
um það.“
Hann leit skælbrosandi til
hennar.
,,Þarf ég að geta þess, frú Man-
ton, að þessar upplýsingar hafa
kostað mig talsverða tímaeyðslu,
svo ekki sé talað um beinan
kostnað ? Eg veit, að ég þarf ekki
að kvarta yfir vanþakklæti yðar
af fyrri viðkynningu. “ Hann
brosti aftur, köldu, hörðu brosi.
Hún lyfti litúðum augabrúnum.
,,Ef þér gefið mér einhverjar
verðmætar upplýsingar, varðandi
hverja eru þær?“
Hann hikaði litla stund, svo
laut hann fram.
..Varðandi Katrínu dóttur yð-
ar, frú. Eg hygg að hún hafi
strokið í burtu á sjálfan brúð-
kaupsdaginn, eða hvað ? Og
hingað til hefur yður ekki tek-
izt að hafa uppi á henni. Það er
þess vegna, sem þér komuð hing-
að til Englands. Er það ekki
rétt ?“
,,Vitið þér hvar Katrín er?“
spurði hún og greip andann á
lofti. Hún laut nú líka fram í
stólnum og kreppti holdgrannar
hendurnar um hnén. ,,Ef svo er,
verðið þér að segja mér það,
Kovan. Ég lofa yður því, að ef
ég finn hana með yðar aðstoð,
skal ég verða —“ hún hugsaði
sig um — ,,eins rausnarleg og ég
hef verið áður.“
Það varð önnur stutt þögn.
,,Eg efast ekkert um það, frú,“
sagði hann í barm sér. ,,En ég
hélt ég hefði gefið yður í skyn,
að nú í svipinn er ég ekki vel
staddur fjárhagslega. Mér kæmi
SUMAR, 1953
63