Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 5
neinu sérstöku, mér bara datt
þetta svona í bug.
Svo var það einn dag að skrif-
stofustjórinn bað mig að vinna
dálítið fyrir sig í eftirvinnu. —
Ég ætlaði að gera þetta sjálfur,
sagði hann, — en nú man ég eft-
ir því að ég verð að cnæta á fundi
klukkan fimm. Ég hefi lofað að
þetta skuli klárast í dag. Svo
sneri hann sér að Éríðu, sem sat
þarna hjá og hamraði á ritvélina.
— Éríða gætuð þér kannske
hjálpað Baldri að vélrita skjölin ?
Ég hringdi heim til Ástu. Við
vorum sem sé löngu flutt úr
tveimur herbergjum og eldhúsi.
Nú höfðum við þrjú herbergi, eld-
hús, bað og aðgang að síma.
— Heldurðu að þú komir seint
heim ? spurði hún, þegar ég sagði
henni að ég ætlaði að vinna eftir-
vinnu.
— Ég veit ekki, sagði ég.
Reyndar var ég nokkurn veginn
viss um, að hægt var að ljúka
verkinu á tveimur til þremur tím-
um, en-------sem sagt, allur var
varinn góður. — Áttu að vinna
einn ? spurði hún svo.
— Nei, sagði ég.
— Hver á að vinna með þér ?
— Frí-------Ériðrik, þú hefur
heyrt mig tala um hann, skrökv-
aði ég alveg fyrirhafnarlaust.
Þetta var upphafið, en ekki
endirinn. Það urðu mörg kvöldin,
sem ég þurfti að vinna ,,eftir-
vinnu“, og mér veittist mjög auð-
velt að skrökva að Ástu. Hana
virtist ekki gruna neitt. Það þótti
mér eiginlega verst. Mér fannst
ég auðvirðilegur dóni og ég fyrir-
leit sjálfan mig.
Einn sunnudagsmorgun vakn-
aði ég mjög seint. ,,Eftirvinnan“
hafði kvöldið áður varað nokkuð
lengi. Þegar ég kom fram í eld-
hús, var Ásta þar að leggja síð-
ustu hönd á miðdagsmatinn.
— Góðan daginn, vinur minn,
sagði hún hress og glöð að vanda.
Þú komst seint heim.
— Já, við Ériðrik fengum okk-
ur glas af víni, þegar við vorum
búnir, og svo röbbuðum við sam-
an og gleymdum tímanum.
— Já, auðvitað góði, ég skil
það. Ég hringdi um tíu leytið, en
þá anzaði enginn, voruð þið þá
hættir ?
— Um tíu leytið, sagði ég og
reyndi að láta ekki bera á því,
hvað mér leið bölvanlega. Grun-
aði hana nú eitthvað ?--------
— Ég man að við skruppum
snöggvast út og fengum okkur
sígarettur. Við fórum báðir, því
veðrið var svo gott, kannske hef-
ur þú hringt á meðan.
— Getur verið, það skiptir svo
sem engu máli. Æ, þessi hnífur,
hann er alltaf ómögulegur. Ég get
alls ekki skorið kjötið í fallegar
ÁGÚST, 1953
3