Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 7

Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 7
Svo var það eitt laugardags- kvöld, þegar við höfðum lokið við að borða, að ég sagði við Ástu: — Heyrðu, ég þarf að skreppa snöggvast ofan í bæ, ég verð ekki mjög lengi. — Jæja, sagði Ásta, — ég fer þá til Lóu á meðan, og hlusta þar á leikritið. Ég hitti Fríðu eins og ákveðið hafði verið. Hún var í mjög slæmu skapi, og það leið ekki á löngu þar til við byrjuðum að kíta, fyrst í hálfkæringi, en að lokum hnakkrifumst við, og ég stakk af heim. Ásta var ekki heima, nei, auð- vitað, hún var hjá Lóu, en hún hlaut að koma bráðlega. Ég naut þess að vera heima. Eg skrúfaði frá útvarpinu og lét fara vel um mig. Ég fann það nú betur en nokkru sinni áður, að ég átti ynd- islegt heimili. Ég virti fyrir mér hvern hlut eins og ég hefði verið að heiman í lengri tíma. Svo fór mig að lengja eftir Ástu og hringdi til Lóu. Það anz- aði enginn. Ég beið og beið, svo háttaði ég og ákvað að lesa þang- að til Asta kæmi. En ég sofnaði brátt með bókina ofan á mér. Þegar ég vaknaði næsta morg- un, heyrði ég Ástu syngja glað- lega frammi í eldhúsi. Ég brá mér í slopp og fór til hennar. — Góðan daginn, elskan, sagði hún og brosti yndislega. — Daginn, sagði ég fúll, — þú komst seint heim í gærkvöldi. — Já, við Lóa sátum og röbb- uðum saman og vissum ekki hvernig tíminn leið. — Ég hringdi til ykkar um tíu- leytið, og það anzaði enginn — Um tíuleytið, sagði hún. — Já, við skruppum út að fá okkur sígarettur, við fórum báðar, veðr- ið/var svo gott. Kannske þú haf- ir hringt á meðan ? — Já, kannske, tautaði ég, og velti því fyrir mér, hvar ég hefði heyrt þessi orð áður. En ég fékk fljótlega annað og meira að hugsa um. Ásta var að skera niður nautabuff, og ég sá að hnífurinn beit hálf illa. Ég ætlaði að fara að bjóðast til að brýna hann, þegar Ásta snaraði sér að eldavélinni og lét hnífinn dansa nokkrum sinnum á pott- brúninni. Og svo, já, svo skar hún kjötið niður eins og ekkert hefði ískor- izt. Og þið hefðuð bara átt að sjá hvað hnífurinn beit vel. * Hefurðu athugað að fá þér aukahefti Heimilisritsins — vorheftið? — Ogr á næstunni kemur út sumarheftið. með fjöld- ann allan af skemmtisögum og öðru léttu efni. Vegna eindreginna áskor- ana verður kafli úr framhaldssög- unni í sumarheftinu. ÁGÚST, 1953 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.