Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 19

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 19
unni á sér. ,,Kata,'‘ sagði hann. ,,Eg er hræddur um að ég hafi gengið of langt í hjálpsemi minni. “ ..Hjálpseaii við hvern?" Viax hugsaði sig um. ,,Kann- ske mest við mig sjálfan," sagði hann hreinskilnislega. ,,En mér er alvara með það að ég vilji kvænast þér." ,,Hvers vegna þá ?“ spurði Kata. ,.Af því að ég hef eyÖilagf alla möguleika þína hjá Donald. En þú vilt sjálf gjarnan giftast. Þá er þetta það minnsta, sem ég get gert fyrir þig í staðinn." ,.Hvers vegna ?“ endurtók Kata óbifanleg. ,,Vegna þess . . . ja, vegna þess að við eigum ágætlega sam- an. Við getum haft það ágætt." ..Hvers vegna?" iMax var nú kominn meS bakið upp að veggnum. Hann gat naumast komið þeim orðum út úr sér, sem hann hafði ekki sagt við nokkra stúlku frá því hann var átján ára. ,,Af því ég elska þig, Kata." Kata missti ppnnuna úr hönd- um sér með miklum hávaÖa. ..Loksins! Það tók sinn tí.ma aÖ við næðum svona langt, ekki satt, iVIax ?“ ,,Kata! Hvorn varstu að reyna að krækja í — Donald eða mig ?“ --------------------------------- Jafnvægislínur líkamans Hér eru nokkur ráð, sem gott er að hafa hugföst í sambandi við líkamsstillingu og limaburð: Reyndu að forðast að halda höfðinu framar en axlarlínan er. Sperrtu axlirnar ekki of langt aftur, þegar þú vilt rétta úr bak- inu. Þendu heldur út brjóstholið, þá fara axlirnar sjálfkrafa í rétta stillingu. Hvíldu hendurnar aldrei á mjöðmunum, það gerir þig elli- legri. Þegar þú stendur kyrr, skaltu aldrei hvíla á öðrum fætinum. Þá er ekkert jafnvægi í líkaman- um. Stattu aldrei með krosslagða liandleggi, ef þú vilt ekki gera magann áberandi. L_______________________________/ Kata tók utan um hálsinn á honum. ,,Auðvitað þig, elskan m.ín," hvíslaði hún. ,,Af því þú ert svo gáfaður, af því þú ert svo fallegur og duglegur og ert í svo fixum sokkum. Af því ég veit, að ég hef sjálf lítinn fuglsheila og gæti aldrei bjargaÖ mér ein í heiminum án þinnar hjálpar. Og af því mig langar svo til að fara eftir þriðja ráðinu þínu — að vera ástúÖleg og undirgefin." Og svo kyssti hún hann. Jafnvel þótt Max sundlaÖi, var hann viss uim eitt: Svo bókstaf- lega SG.m Kata fór að ráðum hans, gat hann ekki komizt hjá því að vera hamingjusamur maður. * ÁGÚST, 1953 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.