Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 23

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 23
ucn öðrum ástæðum, að þær stungu upp á ýmsum læknum öðr- um. . . Hin fyrsta ákveðna skoðun, sem þó var ekki sinnt, um orsök barnsfararsóttar, var sett fram í Bandaríkjunum. Þannig kemur þetta land í fyrsta sinn við sögu baráttunnar við barnsfarardauð- ann. A nýlendutímabilinu var fæð- ingarhjálp minni gaumur gefinn í Bandaríkjunum en víða annars staðar, og má það virðast eðli- legt, þegar litið er til lífsskilyrða þar á þeim tímum. Á þessum frumbýlingsárum amerískrar menningar var litið á barnsfæð- ingu sem venjulegt lífeðlisfræði- legt fyrirbrigði, sem fram skyldi fara í kyrrð að viðstaddri vinkonu eða ljósmóður. Kona dr. Samuel Fullers, sem kom með Mayflow- er, var fyrsta yfirsetukona ný- lendunnar. Tilraunir ChamberlenfeSganna til þess að ná tökum á fæðingar- hjálp í Englandi, og sú nýbreytni Maurice, að láta konur fæða í rúminu, höfðu engin áhrif í ný- lendunum, en annarra áhrifa gætti þó frá Evrópu. Syfilis kom til Boston 1646, tíu árum eftir stofn- un Harvardháskóla. Barnaveiki varð vart í Rocksbury, Massachu- sets rétt um sama leyti og LúS- vík XIV. komst til valda í Frakk- f-----------------------------------N Skrýtlur Presturinn: „Síðast þegar við sáumst glödduð þér mig með því »ð vera ódrukkinn. En nú eruð þér aftur orðinn drukkinn, Ólafur.“ Ólafur: „Já, prestur góður. Nú er það ég, sem má gleðjast." Prófessorinn: „Þvílíkt og ann- að eins getur áreiðanlega ekki komið fyrir aðra en mig. Ég kem inn í veitingastofu, sezt á hatt — afsaka það við sessunaut minn — fæ glóðarauga — og þá fyrst verð ég þess vís, að þetta er minn eig- in liattur.“ Hann: „Það eru gífurlegir pen- ingar, sem konur eyða í fegrunar- meðul nú á dögum.“ Hún: „Já — það er okkar her- kostnaður." ^__________________________________J landi. Um það leyti, sem Hugh Chamberlen var að reyna að selja fæðingartengur sínar í París, geisaði gulusóttarfaraldur í New York, og stuttu síðar kom bólu- sóttarfaraldur til Boston, einn af mörgum. Fjörutíu og sex árum eftir að Clement tók á móti franska ríkiserfingjanum og kom á fæðingarhjálp lækna við hirð- ina, gaf New York borg út hina fyrstu tilskipun í Ameríku um eftirlit með yfirsetukonum. ÁriS 1770 virðist fagleg kunnátta og geta hvers og eins til þess aS ÁGÚST, 1953 21

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.