Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 26

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 26
hann ekki laus við að vera gefinn fyrir skrumkenndar kennisetning- ar og uppblásnar yfirlýsingar. Ein þeirra var á þessa leið : „Læknis- fræðin er konan mín og Vísindin eru mín hjákona,“ og í því sam- bandi komst Oliver Wendell Holmes síðar svo að orði: ,,£g held ekki að sýna verði fram á, að þetta brot á sjöunda boðorðinu hafi orðið til neins gagns frú þeirri, sem átti hinn lögformlega rétt á ástum hans.“ Réttum hundrað árum eftir að John Dupuy yfirsetumaður í New York andaðist ,,til almennrar Hryggðar og Sorgar“, las þessi sami Oliver Wendell Holmes á fundi í félaginu ,,The Boston Society for Medical Improve- ment", greinargerð, sem hann kallaði „Smithætta barnsfarasótt- ar“. í þessari grein sýndi hann ljóslega fram á, að þessi sjúkdóm- ur, sem herjaði fæðingarstofnan- ir Evrópu og einnig olli fjölda dauðsfalla í Ameríku, var smit- andi og að smitunin barst frá ein- um sjúklingi til annars með lækn.- inum eða yfirsetukonunni vegna hreinlætisskorts. Grein þessari, sem setti fram undirstöðuatriði hinna veigamestu uppgötvunar, sem nokkru sinni hefur verið gérð í fæðingarhjálp, var tekið með fálæti í Boston, og Dr. Meigs í Fíladelfíu, sem tók við af Ship- pen sem kennari í fæðingar- hjálp við háskólann, fordæmdi hana með öllu. Dr. Holmes svar- aði árásinni með annarri grein, sem hann kallaði , .Barnsfararsótt sem einkapest", þar sem hann sagði, að ,,Senderein“ nokkur hefði dregið úr fjölda dauðsfalla vegna þessa sjúkdóms með því að bursta hendur sínar upp úr klórupplausn. Þessi „Senderein" var Semmelweis, sem verður nán- ar sagt frá. Greinar Holmes voru með öllu óþekktar í Evrópu þar til fimmtíu árum síðar, er þær voru grafnar upp sem söguleg plögg. Holmes varð prófessor við læknadeild Harvard háskóla tveit.m áru.m eftir að greinar hans um barnsfarasótt birtust, og senni- lega vegna annríkis í hinu nýja starfi sínu, fylgdi hann ekki frek- ar eftir þessari uppgötvun, sem hann hafði reynt að sýna fæð- ingarlæknum Bandaríkjanna fram á. Semmelweis hlotnast því heið- urinn af einni hinni mestu gjöf, sem læknisfræðin hefur fært mannkyninu. Oliver Wendell Holmes er ekki- fyrst og fremst þekktur sem lækn- ir. Hann er frægastur fyrir ritstörf sín utan læknisfræðinnar, enda þótt ,,Lœkrtingaritgerðir“ hans séu jafn hrífandi lestrarefni fyrir leikmenn sem lækna, því rit- mennskuhæfileikar hans komu 24 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.