Heimilisritið - 01.08.1953, Blaðsíða 29
Alla ævi átti Sernmelweis við
kúgun og ofsóknir að búa, þar
sem hann vann í hinum andstyggi-
legu fæðingarstofnunum Evrópu.
Hann fann orsök barnsfarasóttar.
Hann skapaði raunhæfar aðferðir
til þess að útrýma henni. Og hann
dó af völdum hennar.
Þegar ræða skal afrek Serr.mel-
weis, víkur sögunni til Vínar-
borgar á átjándu öld. Þar sat
María Theresía og stjórnaði Aust-
urríki, fyrst með manni sínum,
Franz I., og eftir dauða hans
1765 með syni sínum Joseph II.
Nokkurt hlé er á styrjöldum Aust-
urríkis. Tyrkir hafa verið gerðir
afturreka frá borgarhliðum Vín-
arborgar. Friðrik mikli ríkir í
Prússlandi, og dóttir Maríu Ther-
esíu, María Antoinette, er gift
ríkiserfingja Frakklands, þeim er
síðar varð Lúðvík XVI. Á þessu
friðartímabili tók María Theresía
að gefa gaum að menningarmál-
um ríkisins. Upp af þessari við-
leitni hennar reis tónlistarskóli
Vínarborgar, undir forustu
Haydns og Mozarts, og hinn
gamli læknaskóli borgarinnar,
sem hefur mikla þýðingu sem
undirstaða hins glæsilega nýja
Vínarháskóla nítjándu aldarinn-
ar. Læknisfræðinni til endurreisn-
ar og uppbyggingar sneri María
Theresía sér að sjálfsögðu til dr.
Gerhard van Swieten. Van Swie-
t---------------------------------
Skrýtlur
— Hvernig er hann sem mað-
ur?
— Heimskt svín.
Skrifstofustúlkan: „Herra for-
stjóri, bókarinn er alltaf að reyna
að kyssa mig ...“
Forstjórinn: „Því miður — þetta
er svo stórt fyrirtæki, að ég get
persónulega ekki sinnt öllu.“
---------------------------------J
ten hafði stundað érkihertogafrú
Önnu Maríu í fósturláti með slík-
um ágætum, að hún mælti með
honum við keisarafrúna systur
sína, sem hafði verið ófrjó til
þessa. María Theresía fylgdi ráð-
um van Swietens með þeim á-
rangri að hún þungaðist sextán
sinnum og tryggði þar cneð fram-
hald ættarinnar. Van Swieten var
búsettur í Leyden í Hollandi, þar
sem hann stundaði lækningar og
einkakennslu, en þar eð hann var
kaþólskur, gat hann ekki gengt
opinberu kennaraembætti í Hol-
landi á þeim tímum. María Ther-
esía tók hann til Vínarborgar og
gerði hann að forseta læknaráðs
Austurríkis. Hún veitti honum
einnig barónstitil og gerði hann
að ritskoðunarmanni. I því em-
bætti aflaði hann sér óvildar Jesú-
íta, Voltaires og Hallers, sem
sökuðu hann um að hindra út
gáfu ritverka þeirra. Frh.
ÁGÚST, 1953
27