Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 37
sinni, tók blíðlega um axlir henn-
ar og sagði: ,,Dollý, ég vildi að
ég gæti gefið þér nýjan kjól.“
Þetta var ekki ástleitni — held-
ur sacnúð !
Dollý varð fyrir vonbrigðum.
lskuldi læsti sig um hana og hún
mundi allt í einu eftir því, að hún
hafði ekki minnstu löngun til að
fara í samkvæmið til Harold. Og
hún mundi einnig hvers vegna.
Hún færði sig fjær Ben, renndi
varalitnum lauslega yfir varirnar,
og fór að bera í sig ilcnvatnið,
sem hún hafði fengið í jólagjöf.
,.Er þetta samkvæmi í nokkru
sérstöku tilefni ?“ spurði hún án
þess að h'ta á Ben. ,,Hverjir verða
þa r ? “
Þú veizt að Kitzý Ward verður
þar, hugsaði hún áköf. Segðu það
Ben. Nefndu nafn hennar. Mér
er saena hvað þú segir, en þögn-
in hræðir cnig. Er hún orðin
leyndarmál, Ben ?
..Hverjir verða þar ?“ endurtók
Ben í léttum og glaðværum rómi.
,,Þessi venjulegi hópur, að ég
held. Hálfum hópnum er boðið
af því þeir líta upp til Harolds,
en hinum helmingnum er boðið
af því Harold lítur upp til þeirra.
Þú veizt hvernig það er.“
Nei það veit ég ekki, hugsaði
hún. Hún sagði glettnislega:
,,Hvort telurðu okkur með fyrri
eða seinni hópnum ?“
,,Þeim seinni ! Eg ber enga
virðingu fyrir Harold, en elda-
buskan hans er við mitt hæfi.“
Raddblær Bens var enn glaðleg-
ur, en augnaráð hans var fullt
óþolinmæði. ,,Við skulum fara
að koma okkur af stað Dollý. £g
fer út og kem bílnurn í gang.“
,,Jæja, flautaðu þegar þú ert
tilbúinn. “
HENNl var sama hvað tíman-
u.m leið. Henni fannst hún raun-
ar aldrei geta komið nógu seint
í þetta samkvæmi. Hún gat vel
ímyndað sér, hvernig kveðja Kitz-
ýjar myndi hljóða — hún rnyndi
segja hægt og blíðlega: ,,Góða
kvöldið, Bennett,“ og svo myndi
hún segja í öðrum rómi: ,,Kæra
Dollý ! Hvernig líður elsku litlu
börnunum ?“ Kitzý vissi vel að
þau áttu þrjú börn, en hún talaði
alltaf eins og það væri einhver
aragrúi af þeim, og Dollý væri
einasta móðirin í öllum. heimin-
um. Dollý hafði tekið eftir því,
að hún spurði Ben aldrei, hvern-
ig elsku litlu börnunum liði!
Dollý hraðaði sér inn til frú
Hupple. ,,Það eru tveir pelar á
eldhúsborðinu," sagði hún, þegar
hún var búin að bjóða gott kvöld,
,,og svo liggja bleyjurnar hjá
rúminu.“
,,Reynið bara að gleyma því,
að þér eigið börn, og skemmtið
ÁGÚST. 1953
35