Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 41

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 41
,,Mikið var,“ sagði Ben, ,,£g var farin að velta því fyrir mér, hvort þú værir reið og vildir alls ekki tala við mig.“ Dollý brosti sínu blíðasta spari- brosi. ,,Hamingjan sanna,“ sagði hún blíðlega. ,,Hef ég ástæðu til að vera reið ?“ Hún sveipaði að sér síðu pils- inu og gekk hnakkakert yfir göt- una. KITZÝ WARD hlaut sæti við hlið Bens meðan setið var að snæðingi. Það var Harold líkt, hugsaði Dollý, og reyndi jafn- frarnt að kingja sniglinum án þess að finna bragð að þeim. Borðherrann hennar til hægri var eitthvað að tala um hvað þeir væru ljúffengir, en Dollý svaraði út í hött og vonandi að enginn sæi, að hún var að reyna að gleypa þá. Síðan spurði hann, hvort hún hefði komið ‘til París- ar. Þar væri lítið veitingahús, setm hefði þá á boðstólum í dýr- indis sósu, sem væri. . . . ,,Ö, já,“ sagði hún viðutan. ,,Dásacnlegur matur." Kitzý hafði dvalið um jólin á baðstað í Palm Beach, og hörund hennar var á litinn eins og kaffi- rjómaís. Hún var í svörtum blúndukjól og bar demantseyrna- lokka, sem glitruðu þegar hún hallaði höfðinu aftur á bak til að horfa á Ben. Hún var barnslega sakleysisleg í andliti, með spé- koppa og stór blá augu. Ljóst hár hennar var stuttklippt og gljáandi og greitt aftur, og öll framkoma hennar minnti á barn, sem eyði- lagt hefur verið af dekri. Dollý hrökk upp úr hugsunum sínum við það, að cnaðurinn til hægri spurði hana einhvers. ,,£g var að spyrja, hvenær þér hefðuð síðast verið í París ?“ end- urtók hann. Hún leit undrandi á hann. ,,Ég hef aldrei kamið til Parísar!" ,,En mér heyrðist þér segja það áðan----------“ ,,Eg hef aldrei stigið fæti út fyrir þetta land, nema hvað ég hef komið til Winnipeg." Og þar með lauk samræðum. Kitzý talaði án afláts við Ben með hunangsblíðri og ísmeygi- legri röddu. Ástandið í stjórnmál- unu.m var eftirlætis umræðuefni Kitzýar. Henni fannst allir stjórn- málamenn eiga að vera heiðarleg- ir, og styrjaldir væru alveg hræði- legar. Ben virtist hlusta af mikl- um fjálgleik á vizku hennar. Dollý hætti að hlusta eftir sam- ræðum þeirra og sneri sér að Jerrý Ritter, sem sat henni á vinstri hönd. Á eftir sniglunum voru dúfna- ungar bornir á borð, og í þokka- ÁGÚST, 1953 39

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.