Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 46

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 46
ekki lengur hunangsblíð og ang- urvaer — nú notaði hún þann raddblæ, sem hún var sennilega vön að nota við þjónustufólk sitt. ,,Ef ég '.má spyrja,“ sagði hún, og rödd hennar var köld sem ís, ,,leikur mér hugur á að vita, hvort þetta er ekki sláið mitt?“ Dollý var ljóst, að hún hafði fyllstu ástæðu til að vera alger- ega niðurbrotin sem hinn íðrandi syndari; hún hafði raunar aldrei búizt við að hlaupa beint í flasið á Kitzý. En í stað þess leit hún fyrst á Kitzý og síðan á Ben, og snögglega fylltist hún heitri, rétt- látri reiði. Sláið þitt og maðurinn m'inn, tæfan þín! hugsaði hún. Hún var kafrjóð í andliti og augu hennar leiftruðu. Hún stóð tein- rétt og horfði beint í augu Kitzý. ,,Hugsa sér, jú, það er það,“ sagði hún. „Reyndar er það svo ! Hvílíkt og annað eins !“ Hún gekk fram hjá Kitzý inn í svefnherbergið og lét sláið detta á rúrnið. „Hamingjan hjálpi mér,“ sagði hún. ,,Mér þykir mjög fyr- ir því, ég hlýt að hafa tekið það í misgripum.“ Kitzý gekk einu skrefi nær. ,,Tekið það í misgripum!" hvæsti hún. Dolý var virðuleikin uppmálað- ur. ,,Já,“ sagði hún. Svo tók hún frakkann sinn, sem virtist enn grófari og þyngri en nokkru sinni fyrr og fór sér afar hægt, þegar hún smeygði sér í hann. „Þegar á allt er litið eru flíkurnar talsvert líkar. Sami litur, skilurðu." ,,Eg veit ekki hvað það er, sem þú ætlazt fyrir,“ sagði Kitzý, sem var algerlega úr jafnvægi, van- stillt og ógætilega reið, ,,en ef þú heldur að þú sleppir svona vel Ben hóf nú upp raust sína, og þá fyrst fannst Dollý rósemin vera að bregðast sér, þegar hún fékk óvæntan bandamann. ,,Nei, heyrðu nú,“ sagði hann hneykslaður, og þó með cniklum virðuleik." Hvers konar talsmáti er þetta eiginlega ? Þú ætlar þó ekki að leyfa þér að rengja orð konu minnar ?“ Langley-fjölskyldan stóð þá að minnsta kosti sameinuð út á við. Kitzý leit órólega á þau Ben og Dollý á víxl. ,,Eg get ekki sagt annað — ég á við, aldrei á ævi minni hef ég vitað annað eins —“ ,,Það er þá í lagi,“ sagði Ben, og rödd hans gaf til kynna að af- sökunin væri tekin til greina. Svipur hans var í senn kuldaleg- ur og valdsmannslegur, og það fór honum mjög vel. ,,Okkur get- ur öllum skjátlazt.“ Hann hneigði sig kurteislega, bauð góða nótt og gekk í átt- 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.