Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 47

Heimilisritið - 01.08.1953, Síða 47
ina til dyranna. ,,Ertu að koma Dollý ?“ Og Dollý fór. .VIÁNINN óð í skýjum og næt- urloftið var svalt og hresandi. Ferðin heim virtist mjög stutt. Þau sátu eins fjarri hvort öðru og þau gátu á heimleiðinni og þögðu bæði, þangað til þau beygðu inn á afleggjarann, sem lá heim að húsi þeirra. Ben tók lykilinn úr bílnum, stakk honum í vasann, færði sig nær Dollý og tók um herðar henni. Hún vissi ekki hvort hann ætl- aði að kyssa hana eða hrista hana duglega til, og fannst það síðar- nefnda þó líklegra, en hann gerði hvorugt, rak í stað þess upp skellihlátur. ,.Elskan mín,“ sagði hann, ,,ég vissi ekki að þú ættir þetta til.“ Dollý barðist gegn ómótstæði- legri löngun til að hlæja líka. „Þakka þér fyrir," sagði hún, ,,en málið er ekki þar með til lykta leitt. ,,Nei,“ sagði Ben, ,,það er það víst ekki.“ Hann leitaði í vösum sínum og fann vindling. ,,Væri þér á cnóti skapi að segja mér, hvert þú fórst með þetta umrædda ir.inkaslá ?“ ,,Eg fór út til að fá mér pylsu." ,.Hvað segirðu?“ ÁGÚST, 1953 Skrýtlur — Jæja, svo hann varð að hætta að aka bíl vegna blóðleysis? — Já, lögreglan var smátt og smátt búin að taka svo margar blóðprufur af honum. tjí Greifinn: — Ég ætla sjálfur að taka skurnina ofan af egginu mínu í kvöld, Jóhann. Ég hef svo óstjórnlega mikla vinnulöngun. ❖ Nágrannakonan: — Jæja, svo þér eruð að skipta um á þeim Iitla. En guð minn góður! Hvernig stendur á því að barnið er með gleraugu? Er því illt í augunum? Nýtízku móðir (reykjandi): Nei, en það æpir svo mikið, þegar það fær sígarettuösku í augun. s_________________________________J Þetta var annað áfallið, sem Ben fékk á þessu sama kvöldi, og Dollý hugsaði að hann hefði gott af því. ,,Eg var svöng,“ sagði hún eins og ekkert væri sjálf- sagðara, ,,og mér leiddist. Mig langaði í eitthvað að borða og auk þess fann ég mig knúða til að fara á einhvern stað og líta út fyrir að vera ríkasta manneskj- an þar. Eg fór þess vegna í pylsu- sölu á næsta götuhorni, sem er opin um nætur. Þar voru nokkrar tötralegar hræður og ég hreiðraði um mig í stól með minkasláið á herðunum. Það var ekki sérlega skemmtilegt. Eg hafði ímyndað 45

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.