Heimilisritið - 01.07.1956, Qupperneq 6
sér að hafa það," sagði sá gamli
og hló, — „en hún fær taugaáfall,
því að í næsta skipti verður það,
ég, sem í sjúkravitjun til hennar,
en ekki þér! Það ætti að lækna
hana!"
Sem betur fer, eru það ekki
margar konur, sem haga sér eins
og frú Bruun, en þær eru til. Ég
lærði allt um líkama kvenmanns-
ins á námsárum mínum, en ég
lærði ótrúlega lítið um það, hvem-
ig hugsanalíf og tilfinningalíf
kvenna getur verið.
Nú orðið er ég að sjálfsögðu
orðinn mikið reyndari og nú veit
ég, að það er hægt að vita miklu
meira um einstaka konur en
maður getur lesið sér til um í
námsbókum eða í líffræðilegum
töflum.
★ ★ ★
ÉG BÝST við því, að um 70%
af sjúklingum mínum séu konur.
Flestar þeirra em ósköp hvers-
dagslegar og eins og fólk er flest:
góðar húsmæður og góðar mæð-
ur. Stundum er þær eitthvað veik-
ar í líkamanum og þess vegna
koma þær til mín — en hugsana-
gangur þeirra er heilbrigður og
eðlilegur. Að því leyti er þær frá-
brugðnar frú Bruun, sem ég heim-
sótti í sjúkravitjun fyrir mörgum
ámm.
Fyrir skömmu kom stúlka með
bronkitis til mín á stofuna. Þetta
var óvenjulega viðkunnanleg
ung stúlka, um það bil nítján ára
gömul, vel sköpuð og falleg. Ég
skoðaði hana nákvæmlega, eins
og ég geri alltaf við sjúklinga,
sem koma til mín í fyrsta skipti,
og að sjálfsögðu athugaði ég
brjóst hennar vel.
Þegar hún kom aftur nokkrum
dögum seinna, eins og um hafði
verið talað, skoðaði ég hana ekki,
og ég tók eftir því, að það var
eins og hún hefði orðið fyrir von-
brigðum. Þegar hún kom í þriðja
skiptið og ég bjóst að geta útskrif-
að hana, varð ég neyddur til þess
að skoða brjóst hennar aftur.
Það leit út fyrir, að hún hefði
búizt við því, því að hún kom
klædd í svört undirföt úr silki, sem
vægast sagt vom mjög uppörv-
andi og áttu einna helzt heima í
nektarsýningu.
Þessi unga stúlka var það
sem almennt er kallað „góð"
stúlka. Það hefði komið mjög illa
við hana, ef einhver hefði reynt
til við hana, en þrátt fyrir það,
naut hún þess innst inni að hátta
sig hjá lækninum sínum.
Þetta er tilfinning, sem er ótrú-
lega algeng hjá ungum stúlkum,
og það einkennilega er, að þess-
ar tilfinningar verður eingöngu
vart hjá ungum stúlkum, en aldrei
hjá ljótum og klunnalega vöxnum
stúlkum. Þó er þetta ef til vill ekk-
4
HEIMILISRITIÐ