Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.07.1956, Blaðsíða 13
ræðum að finna eitthvað tilefni til að fara til læknis. Við þetta er að sjálfsögðu ekk- ert að athuga. Þær vilja gjarnan heilsa nýja lækninum og kanna, hvort hann er elskulegur eða stirðbusalegur. Þær vilja líka fá að vita, hvort hann notar sömu lyf og gamli dr. N., og þær láta vinkonur sínar í hverfinu strax vita um um það, hvað þær hafa haft upp úr heimsókninni. Einn góðvinur minn var ráðinn sem læknir hjá stórri verksmiðju. Þegar það barst út í verksmiðj- unni, að hann væri ungur og mjög aðlaðandi maður, myndað- ist strax löng biðröð af ungum stúlkum fyrir utan stofuna hans. Þær stóðu í stiganum og alveg út á götu fyrst framan af, og fæstar þeirra voru nokkuð veikar. Einungis ein þeirra sagði heið- arlega frá þvf, hvers vegna hún hafði komið til hans. Þetta var ung og lagleg stúlka, 18—19 ára, og þegar vinur minn spurði hana hvað væri að henni, svaraði hún: ,,Ekki neitt! Ég vildi bara ganga úr skugga um það, að læknirinn væri eins laglegur og sagt er." Ég vildi óska, að allir sjúklingar væru svona ærlegir. * Næsta grein: ,,Þegar læknir verður ástfanginn." S M Æ L K I Gömul írsk kona, sem ferðaðist milli Norður-írlands og Eire, var stöðvuð á landamærunum af ströngum tollverði. Hún lýsti því yfir, að eini hluturinn, sem hún hefði meðferðis, væri flaska af vatni. „Hvers konar vatni?“ spurði tollvörð- urinn. „Heilögu vatni frá Lourdes,“ sagði gamla konan rolega. Tollvörðurinn hafði fengið töluverð kynni af flöskum í starfi sínu, hann þreif af konunni flöskuna, tók úr henni tappann og þefaði. „Það er viský,“ sagði hann sigri hrósandi. Gamla konan hóf auglit sitt til him- ins og sagði í hátíðlegum tón: „Lof sé guði! Lof sé guði! Þetta er kraftaverk!“ Tvö, sem eitt sinn höfðu verið ást- fangin hvort af öðru, hittust aftur eftir mörg ár. Hún virti hann lengi og vand- iega fyrir sér, áður en hún sagði: „Varst það þú, eða bróðir þinn, • sem var svo hrifinn af mér einu sinni?“ „Það man ég ekki,“ sagði hann, „en sennilega hefur það verið pabbi.“ * Unga, nýgifta konan kemur heim til móður sinnar dag einn og kvartar yfir því, að maður sinn drekki. „En því varstu að giftast honum úr því þú viss- ir, að hann drykki?“ spyr mamman. „Ég hafði ekki hugmynd um það, mamma, fyrr en hann kom allsgáður heim eitt kvöld.“ JÚLÍ, 1956 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.