Heimilisritið - 01.07.1956, Page 17
Mynd Ira keppninni um heimsmeistaratitiiinn 1918. Jack Oempsey heiur slegiö Jess
Willard
af honum — vanrækti konur, vín
og söng. Aðeins eitt skipti nú máli
fyrir hann — heimsmeistara-
keppnin.
Keppnin varð sú merkasta til
þessa í sögu hnefaleikanna.
Hennar mun minnzt í sögunni
sem einnar þeirrar dramatískustu.
Borgin Toledo í Ohio tók að sér
að sjá um þessi merkilegu slags-
mál. 75.000 manns greiddu um
eina milljón dollara í aðgangs-
eyri.
Því miður, liggur manni við að
segja, urðu slagsmálin ekki eins
hroðaleg og menn höfðu búizt
í gólfið.
við. Aldrei fyrr hafði heimsmeist-
aratign skipt um sæti á jafn skjót-
an og skringilegan hátt. Jess
‘Willard var sigurviss og kom inn
í hringinn undir fagnaðarópuni.
Því næst kom Dempsey undir
hroðalegum ólátum og háðs-
hrópum. Það leyndi sér ekki,
hvor vinsældanna naut.
Jack Dempsey hafði nú fengið
gælunöfn. ,,Tígris-Harry" var eitt,
„Jack mannæta" annað. Og hann
verðskuldaði þau bæði. Bardag-
inn við Willard byrjaði hann með
æðisgengnum hraða. Hann hóf
þegar í stað árás, svo Willard
JÚLÍ, 1956
15