Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 24

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 24
Alice gat ckki horft framan i lœkninn. Htín stó8 þarna og fitlaði við hnappana á hlússunni sinni. Dagurinn langi ☆ Hún átti að fara í rannsókn þennan dag. Kannske yrði ai.lt í lagi, kannske myndi hún deyja . . . FYRSTA HÁREYSTI komandi dags hreií hana miskunnarlaust úr örmum svefnsins. Ostöðvandi glamur í mjólkurflöskum, hjól- bjölluhringing, ósamhljóma skrölt í fjarlægum sporvagnsteinum. Og eins og undirleikur undir þetta allt, og þó ofar því öllu, heyrðist' hvellandi tíst spörfuglanha, líkt og þeir heilsuðu hvorir öðrum og hinum rísandi degi. Hún hafði augun lokuð, í örvæntingarfullri tilraun, til að forðast daginn dá- lítið lengur. Hún var ekki við því búin að ganga til móts við hann enn. Ekki alveg strax. Ef til vill eftir dálitla stund. Innan skamms mundi hún hafa kjark til að opna augun og horfast í augu við dag- inn. Standa augliti til auglitis við hann og segja: Ég er reiðubúin til að sætta mig við — það sem þú kannt að færa mér. En ekki strax. Eftir andartak. 22 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.