Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 30

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 30
sem var þama inni? Eða hann stóð innan einhverra dyranna og bjargaði mannslífi. Það glumdi í tréskóm á bónuð- um gólfunum. Mörgum tréskóm. Bergmálið magnaði dyninn. Hann barst gegnum langan ganginn eins og bergmál úr öll- um áttum. Óteljandi ... Alice bar liendina upp að enninu. Dynur í tréskóm. Bergmál af tréskóm. Nei, það mátti ekki líða yfir hana. Ef hún gæfi eftir, mundi hún ekki getað haldið óttanum lengur í skefjum . .. Dynurinn í tréskón- um breyttist aftur í dyn í tréskóm. Lítil stúlka kom inn með blóm- vönd í hendinni. Hún spurði eftir einkaritara dr. Sparrings. Unga stúlkan í hvíta kyrtlinum kom út á ganginn. Litla stúlkan rétti henni blóm. Þau voru til dr. Spar- rings frá mömmu. Alice gat sér til um söguna, sem lá að baki þessa blómvandar, og vonin byrjaði að vaxa, vonin veika, sem hafði barizt þrautseigri bar- áttu við nístandi óttann þessa hræðilegu daga, sem hún hafði beðið. Sjúklingarnir voru skornir upp innan þessara dyra. Þeir komu út aftur. Þeim batnaði. Þeir yfirgáfu sjúkrahúsið. Og sendu svo litlu stúlkurnar sínar með blóm til læknisins ... Dymar voru opnaðar og rúmi drengsins, sem staðið hafði fyrir utan þær, var ýtt inn. Nokkrar mínútur liðu. Klukkan var 12,35. Drengurinn lá í rúminu. Hann var meðvitundarlaus og umlaði veiklulega. Hcmn lifði. Auðvitað lifði hann. Læknarnir þana inni bak við hvítu dyrnar myndu vissulega sjá um, að .. . ,,Gjörið þér svo vel." Einka- ritari dr. Sparrings gekk á undan henni inn ganginn. Hún gat ekki horft framan í lækninn. Hún skildi heldur ekki það, sem hann sagði við hcma. Hún stóð þama og fitlaði við hnappana á blússunni sinni og skildi ekki hvernig hún hafði þó haft rænu á að fara í pils og blússu í staðinn fyrir kjól. Henni hefði verið það öldungsins ómögulegt að klæða sig úr kjól. Hendur hennar skulfu. Hún leit á hendur læknisins á brjósti sínu. Hann hafði sterka fingur, leit- andi, örugga fingur. Svo voru hendur hennar aftur farnar að fitla við blússuna. Hnapparnir voru altof stórir fyrir litlu hnappagötin .. . Einkaritari dr. Sparrings stóð upp og byrjaði að hraðrita. Þetta hlaut að verða erfitt. Það var erfitt að þurfa aðeins að standa upp og troða blússu niður í pils ... „meinlaust æxli á stærð \nð kirsuber." 28 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.