Heimilisritið - 01.07.1956, Side 38

Heimilisritið - 01.07.1956, Side 38
vit mín eins og streymandi gas. 1 fyrsta sinn síðan ég kynntist henni, var Barbara að gráta, ekkaþrungnum gráti í vöggu sinni. Ég hljóp til hennar og hugg- aði hana og gegnum þilið gat ég ekki að því gert að heyra hin reiðilegu hljómbrigði í röddum Ellenar og Roy. Þau vora að ríf- ast heiftarlega og illviljinn virtist smjúga gegnum allt húsið. Ég fór með Barböru inn í eld- húsið og fór að laga morgunverð- inn hennar, en þegar ég var önn- um kafin við að hræra egg, ónáð- aði Ellen mig skyndilega. „Viltu koma út í bílinn með mér, Jean." Þegjandi fylgdi ég henni eftir og hlustaði aðeins með öðru eyr- anu á skipanirnar, sem hún hreytti út úr sér viðvíkjandi víta- mín-pillum handa Barböru. And- lit hennar var svo hvítt og tekið, að andlitsfarðinn var nærri því ruddalegur í bjartri sólinni. Ég gat ekki á mér setið að spyrja: „Frú Johnson, eru þér vel frísk?" Hún missti svo snögglega stjóm á sér, að mér blöskraði. ,,Mér líð- ur ágætlega," sagði hún geð- vonzkulega. „Stórkostlega vel. Giftu þig aldrei, Jean. Karlmenn! Þeir eru aldrei ánægðir — aldrei. Þú vinur eins og þræll til þess að öðlast fjárhagslegt öryggi, en þeir hugsa ekki um annað en kyn- ferði." Hún skellti bílhurðinni af krafti og bíllinn brunaði drynj- andi niður veginn. Ég deplaði augunum í sólar- ljósinu og gremja gagnvart henni svall upp í mér. Hvað var hún að reyna að sanna? Aumingja Roy! Hann var að drekka. Klukkan var níu um morguninn og hann hékk yfir eldhússvaskinum og var að drekka. Hann var að hrista vínið í glas- inu sínu, þegar ég kom inn, og hann leit út fyrir að vera örmagna og svefnlaus, en ódrukkinn. „Hæ" sagði hann napurt. Ég varð gagntekin af með- aumkvun. „Myndir þú hafa lyst á morgunverði?” „Ég er að fara í rúmið. Engin vinna í dag. Ég hef unnið mikið og vel. Engin vinna í dag eða á mánudaginn eða þriðjudaginn eða nokkurn dag, þar til ég er orðinn stálsleginn og undir það búinn að fara í verksmiðjuna aftur. Fjandinn hafi það, ef ég fer að þræla mér út til þess að græða peninga." Hann hló snöggt og fór inn í herbergið sitt með hálf- fullt glasið í hendinni. Hann hafði. svo truflandi áhrif á mig, að þennan morgun veittist mér erfitt að hafa hugann við Barböru, sem hljóp um á strönd- inni. Ég varð fegin þegar hún hafði lokið við að borða miðdeg- 36 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.