Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 39

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 39
isverð og ég gat breitt yfir hana í vöggunni. „Sofðu vel, elskan," sagði ég við hana. ,,Þegar þú vaknar, skulum við fara að synda aftur.' Ég settist við elhúsborðið, ýmist kreppti eða rétti úr fingrunum, hugsaði um Roy og var óróleg hans vegna. Hann gerði mér svo hverft við, þegar hann kom inn, að ég stökk upp af stólnum. ,,Ætla bara að fá mér aftur í glasið," sagði hann þurrlega og tók nýja visky-flösku út úr skápn- um. Mér fannst kverkarnar í mér herpast saman. ,,Hefur þú alls ekkert sofið, Roy?" Hin þunga stuna, sem hann gaf frá sér, svo þreyttur, svo hug- sjúkur, gekk mér að hjarta. Ég gleymdi öllum fyrirætlunum mín- um. Rekin af ákafri löngun til að hjálpa honum, hljóp ég á eftir honum inn í herbergið. ,,Roy, get ég nokkuð gert?" Hann sat á rúminu og var að opna flöskuna. Hann hellti tals- verðu viskyi í glasið, varlega, eins og líf hans væri undir ná- kvæmninni komið. An þess að líta á mig, sagði hann: ,,Nei." „Villtu ekki tala um það, hvað sem það er, sem að þér amar? Stundum er það til bóta, ef mað- ur getur sagt frá því." Hann drakk viskyið í einum teyg og starði beint framan í mig, eins og þrumuský á svipinn. „Þú ert komin í þessi baðföt aftur. Vertu ekki í þessu nálægt mér, Jean. Þú veizt ekki, hvað ég er. Ég er dýr, sjáðu til. Auðvirðilegt, viðbjóðslegt dýr." Hamstola skellti hann glasinu niður, það brotnaði í þúsund mola og á augabragði var hann staðinn á fætur, æddi fram og aftur um herbergið, sló krepptum hnefanum í lófann, hin innbyrgða þögn hans var rofin og öll von- brigði hans brutust út. „Ellen heldur það! Það heldur hún um mig. Allt í lagi, svo ég reyni að afsaka hana. Ég reyni að muna, að hún hlaut lélega uppfræðzlu hvað ástalff karls og konu snerti, hélt það væri skylda, það er að segja eitthvað ósæmilega, sem konan yrði að beygja sig fyrir, en nyti aldrei. Guð minn, hvað ég hef reynt að skilja duttlungana hennar, fylgjast með henni í til- raunum hennar til að öðlast ör- yggi eða hvað það nú er, sem hún girnist meira en mig — bara' mig, eiginmann hennar. Svo ég verð leiður á niðurlægingunni, sem felst í því að biðja og biðja. Svo ég geng svo langt, að grípa til reiðinda ráðstöfunar: engin ást, allt í lagi, þá vinnur Roy ekki." „Roy, ó, Roy!" JÚLÍ, 1956 37

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.