Heimilisritið - 01.07.1956, Qupperneq 42

Heimilisritið - 01.07.1956, Qupperneq 42
við að reyna að vekja hana til lífsins og ég var of skelfd til þess að geta grátið. Eg þaut að síman- um. Ég náði til sjúkrahússins. „Ég — ég get ekki náð í Ellen!” hrópaði ég þegar ég hljóp aftur inn í herbergið og ég ýtti Roy hranalega til hliðar. Ég gerði það vegna þess, að ég varð að kom- ats til Barböru, varð að snerta hana, gæla við hana, láta vel að henni. Strax og ég snerti mátt- lausa fingur hennar losnaði um tárin. Roy hafði ekki leyft mér að svara kalli hennar og hún hafði farið að leita okkar í sjónum, ban- væna sjónum. ' „Ég ætla að reyna að ná í Ell- en," sagði Roy og stundi þungan, og ég vissi að hann var hálf- brjálaður eins og ég, þar sem ég lá á hnjánum við rúmið, nuddaði hendur og handleggi Barböru og þrýsti henni að mér í von um að geta veitt yl og hlýju inn í hana. „Barbara, gimsteinninn minn, andaðu fyrir Jean. Gerðu það," ég grét, lagði varirnar upp að litla bláa munninum hennar og byrj- aði að anda heitu lofti úr lungum mínum niður í hana, andaði og andaði þar til brjóst mitt var að springa og mig verkjaði í það, hélt samt áfram og beið eftir því, að litla bringan undir höndum mínum hreyfðist og svaraði. Roy kom aftur frá símanum og snökti gjörsamlega bugaður. „Hún getur ekki dáið!" Hann ýtti mér til hliðar, setti munninn upp að munn Barböru og byrjaði að anda eins og ég hafði gert. f hugsunarleysi hallaði ég mér upp að veggnum og hlustaði á sjúkravagnsflautuna, sem skar innan eyrun og síðan fann ég, að rrlér var ýtt út úr herberginu, þeg- ar læknirinn og björgunarsveitin þyrptust inn með lífgunartækin. Þeir létu Roy einnig fara út. Við reikuðum saman inn í setustof- una, þar hneig ég niður á stól og sat þar í hnipri með hnén reist upp, skjálfandi, fárveik. Ég gaf guði vitfyrringsleg loforð, ef hann aðeins vildi þyrma Barböru. Roy æddi fram og aftur og gaf frá sér niðurbældar stunur. Inn í þetta musteri sorgar og biðar gekk Ellen Johnson. Ég sá á andliti hennar, að Roy hafði sagt henni í símann, við hverju var að búast. Hún stundi upp, „Roy?" hljóp síðan yfir herbergið og lamdi með hnefunum að dyr- um Barböru. „Ég vil sjá barnið mitt!" Roy reyndi að halda aftur af henni, en hún reif sig lausa af honum og sparkaði í dyrnar, þar til þær hrukku upp. Andlit á björgunarmanni birtist. ,,Við erum að gera allt, sem við getum til þess að bjarga henni. 40 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.