Heimilisritið - 01.07.1956, Side 43

Heimilisritið - 01.07.1956, Side 43
Viljið þér gjöra svo vel. Þér getið ekki komið inn." Rostinn virtist lægja í Ellen. Vangar hennar voru öskugráir og hún reikaði eins og drukkinn maður þar til hún var komin inn í mitt herbergið. Hún stóð eins og utan við sig, tómleg augun hvöríl- uðu reikul um, þar til henni varð litið á mig. ,,Þú!" hrópaði hún æst. ,,Þú lézt barnið mitt drukkna! Hvers vegna gættir þú hennar ekki?" Roy réðist að henni. ,,Nei," sagði hann rámur. ,,Asakaðu ekki Jean. Ásakaðu mig ... ég vildi ekki lofa Jean að fara til hennar, þegar hún kallaði." Eg stökk á fætur til þess að biðja Ellen fyrirgefningar, til að útskýra, en orðin frusu á vörum mér og ég hopaði aftur á bak hrædd við það sem ég sá. Dyrnar að herbergi Barböru opnuðust hægt, læknirinn kom út og lokaði hurðinni varlega á eftir sér. Eins og dregin af segulstáli færðum við okkur öll þrjú nær honum. ,,Mér þykir það leitt," sagði hann hásum rómi. Ég samhrygg- ist yður, frú Johnson." „Dáin?" Rödd Ellenar var hæg, yfirvegandi. „Dáin?” hvíslaði hún örvingluð. Ég átti við mína eigin skelfingu, mitt eigið magnleysi að stríða. Ég greip andann á lofti, þrýsti hnú- l unum inn í augun og beit í tung- una til þess að æpa ekki upp yfir mig, svo að ég vissi ekkert, ég sá ekkert, þar til Ellen var skyndi- lega komin upp að mér. Með móðursýkislegum ofsa réðist hún að mér. „Þú lézt barnið mitt drukkna! Þú sendir hana í dauðann!" Roy þreif til hennar, hristi hana til. „Hættu, Ellen, hættu! Hlustaðu á mig! Það var ekki hennar sök. Það var hverjum sem er að kenna, það var mér að kenna. Mér leið illa, Ellen. Jean reyndi að hughreysta mig — og ég not- færði mér hjartagæzku hennar. Ég varð að hafa einhvern til að tala við, og þú varst ekki hér. Sökin er mín. Ásakaðu mig! Ásakaðu mig, en hættu aldrei að elska mig. Ó Ellen, ég elska þig svo heitt! Ég hef aldrei elskað neina aðra en þig." Æðið rann fljótt af henni, líkt og þegar blásið er á kertaljós, sorg- in kom í staðinn og fingur hennar fálmuðu eftir andliti Roy. Hún hélt því þétt upp að andliti sínu. „Roy, Roy, hvað hef ég gert þér? Ut í hvað leiddi ég þig? Roy, þú ert allt, sem ég á nú. Allt, allt. Hjálp- aðu mér, Roy." „Komdu," sagði hann óstyrkri röddu. „Ó, ástin mín, komdu." Hann lagði handlegginn utan um hana og leiddi hana blíðlega að JÚLÍ, 1956 41

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.