Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 60
DAUÐINN A
SJÚKRAHÚSINU
Stutt, spennandi framhaldssaga
ejtir PATRICK QUENTIN.
-----;-------------*
Hún þagnaði þegar dyrnar opn-
uðust og Gregory Venner kom
inn. Hann var ’dauíur í dálkinn
og sorgmæddur og það var aug-
ljóst, að hann var niðurbrotinn
maður. Hún gleymdi reiði sinni
út í Oliver og gekk til Venners og
það var djúp og innileg samúð í
svip hennar.
„Mér þykir þetta mjög leitt, yð-
ar vegna, hr. Venner. Dr. Knud-
sen var \rinur yðar og ..."
„Þakka yður fyrir, ungfrú
Heath." Gregory Venner hristi
höfuðið vandræðalega. „Já, ég
get tæpast trúað þessu. Ég mun
sakna hans innilega. Hann var
mér mjög góður. Ég var heima
hjá honum í hádegisverðarboði í
gær, skal ég segja yður. Hann
virtist hress og kátur þá. Við vor-
um að tala um að fara til Sviss-
lands í sumar. Það hefur alltaf
verið draumur minn, að klífa
Jungfrau-tindinn, og nú var búið
að ganga frá svo að segja öllu,
en ..." Hann sneri sér snöggt
undan.
Oliver Lord var nú orðinn ró-
legri og sagði með kæruleysi, sem
hljómaði alls ekki sannfærandi:
„Ég ætla þó að vona, að þér
hafið ekki beinlínis verið sakaður
um að hafa myrt yfirlækninn, eins
og ég hef verið."
„Ég get ekki látið mér til hugar
koma, að nokkur myndi saka mig
um að hafa myrt dr. Knudsen."
Aðstoðarmaðurinn leit á hann
með virðuleik og myndugleik í
58
HEIMILISRITIÐ