Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 62

Heimilisritið - 01.07.1956, Síða 62
sem ég heyrði írú Broderick segja. Ég sagði lögregluforingjanum ekki frá því, vegna þess að ég var ekki alveg viss um það, og — og það er ekki þess eðlis, að maður ætti að nefnda það á nafn, ef maður er ekki alveg viss í sinni sök." „Hvað var það?" „Þér hljótið að hafa heyrt eitt- hvað af samtalinu milli dr. Knud- sens og frú Brodericks inni á skrif- stofunni, þegar þér genguð inn til þess að segja honum að allt væri tilbúið undir uppskurðinn. Heyrð- uð þér —" hann ræskti sig — „heyrðuð þér frú Broderick nefna orðið fjárkúgun?" Rona hugsaði sig um andartak. Síðan fylgdi hún innblæstri, sem hún fékk, og sagði frá öllu sam- talinu, sem hún hafði heyrt á skrifstofu yfirlæknisins. Karlmennirnir tveir störðu á hana. Oliver með vantrúarsvip, en Venner vætti varirnar. „Einmitt — einmitt, þá hef ég haft á réttu að standa," muldraði Venner að lokum. „Bróðir yðar bað mig að segja yðu'r, að hann vildi fá að tala við yður strax á I skrifstofu forstjórans. Þér verðið að segja honum frá þessu öllu saman, ungfrú Heath. Við getum ekki reynt að dylja neitt." „Auðvitað getum við það ekki," viðurkenndi Rona. ,,En með þessu er fengið tilefni til morðsins!" Oliver sneri sér að henni. „Hvers vegna sagðirðu mér ekki frá þessu fyrr?" „Ég ætlaði að fara að segja þér frá því, en svo var því stolið úr mér þegar við byrjuðum að ríf- ast." Henni var nú algjörlega runnin reiðin í garð hans. „Þetta er ágætt fyrir mig, ekki satt?" hrópaði hann æstur og reiður. „Bróðir þinn er búinn að útvega Venner fjarvistarsönnun og þar með er hann úr leik. Frú Broderick myndi sannarlega ekki reyna að kúga fé út úr sjálfri sér. Þá stend ég eftir, sem sá eini, sem hefði getað komið eitrinu í kaffið og sem hefði haft tilefni til þess að fremja morð. Allir vita að ég hef gert allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að fá hana til þess að leggja fé til rannsókna minna." Hann hló kuldalega. „Þegar þú talar við bróður þinn, Rona, ættirðu að biðja hann um að handtaka mig strax!” III. KAPÍTULI James Heath lögregluforingi frá morðmáladeild lögreglunnar var á skrifstofu yfirlæknisins, þegar Rona kom inn skömmu síðar. Hún hafði aldrei séð bróður sinn vinna að sakamáli áður. Ein- hvemveginn fanst henni það hjá- 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.