Heimilisritið - 01.07.1956, Qupperneq 64
ræddum það mál oft. En ég get
ekki skilið hvemig það stendur í
sambandi við það, sem gerzt hef-
ur." Hann strauk hendinni í gegn-
um hárið. ,,Þér gerið yður ljóst,
að kona mín er forrík og hún ræð-
ur sjálf yfir fjármunum sínum. 1
síðustu viku var hún svo elskuleg
að bjóða sjúkrahúsinu 250 þús-
und dollara að gjöf, sem átti að
nota á hinum ýmsu deildum
þess."
,,Og þetta mál átti að ræða á
stjómarfundinum í dag?"
,,Já, það er rétt."
,,Og Krudsen læknir hafði í
hyggju að leggjast gegn því að
tekið yrði við gjöfinni?"
,,Já. Mágur minn var ctð mörgu
leyti mjög óvenjulegur maður.
Hann var strangheiðarlegur mað-
ur og ég er hrædur um að sið-
ferðisvitund hans hafi verið and-
stæð hagsmunum sjúkrahússins.
Þannig er mál með vexti, að kon-
an mín erfði auðæfi sín eftir fyrri
mann sinn, sem varð auðugur á
því að framleiða Clint Home-lyfin.
Þessi lyf eru í sjálfu sér óskaðleg,
en það er ekki hægt að segja, að
þau uppfylli ströngustu kröfur
lyfjafræðinnar. Enda þótt Knudsen
væri bróðir Caroline, var hann
andvígur því, að við tækjum á
móti gjöfinni. Hann leit svo á, að
með því að taka við henni, væri
sjúkrahúsið að mæla með lyfjum,
sem væm andstæð siðferðisregl-
um læknastéttarinnar.
,,Yður finnst hann hafa verið of
smásmugulegur?
„Ég — nú, ég skal ekki segja,"
svaraði dr. Broderick, „en að vísu
getur ekki svona stórt sjúkrahús
eins og þetta verið þekkt fyrir að
vera tengt Clint-félaginu. En við
þörfnumst peninga og ég fæ ekki
séð, hvers vegna við skyldum af-
þakka gjöf, sem eiginkona mín
gefur sem einstaklingur og á að
bera nafnið Broderick-sjóðurinn."
„Ef tekið væri við gjöfinni,
hvernig átti þá að skipta henni á
milli deilda?" spurði Jim Hearth.
„Mestur hlutinn átti að fara til
fæðingardeildarinar, sem er undir
minni stjórn, og til dr. Ellsworth,
sem er yfir taugalækningadeild-
inni. Svo var ætlunin að veita sér-
stakan styrk til Lords aðstoðar-
læknis til skjaidkirtilsrannsókna."
Rona stirðnaði í stólnum. Það
var þá ljóst, að Oliver hafði feng-
ið það fram, sem hann hafði
reynt að hafa út úr frú Broderick,
Hann myndi njóta góðs af gjöf-
inni.
„Ef gjöfin hefði verið afþökkuð,
hefði það valdið miklum von-
brigðum fyrir ykkur, sem áttuð að
fá hluta af henni til rannsókna,
yður, dr. Ellsworth og unga að-
stoðarlækninn, er það ekki rétt?"
spurði Jim. (Frh. í næsta hefti)
62
HEIMILISRITIÐ