Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 6

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Side 6
2 NÝJAR KVÖLDVÖKUR auðsveigt, skynsemiti vakandi og samviskan þögul. Hin síðast nefnda er, ef satt skal segja, að eins mánaðarvarningur fyrir fálæklingsgrey eins og þig. Síðan stigu þeir inn í gistihúsið og fengu þar einkaherbergi. Meðan þeir biðu eftir morg- unverðinum mælti sá, sem beðið hafði um hann: »Pú hefir leitað hjálpar hjá mjer. Jeg ætla einnig að hjálpa þjer, en þá verðurðu að taka með mjer þátt í starfi, þar sem mikið er lagt i hættu, en þar sem einnig er stórt að vinna. Er þjer hugþekt að gerast í skjótri svipan ríkur, í stað þess að vera fátækur?* »Því er auðsvarað, Strömberg. Er maður hefir þo'Iað svo margar þrautir sem jeg, þá á maður að eins eina ósk og hún er: að losna við neyð og skort,« svaraði Ahrnell. Geti jeg með nokkru móti aflað mjer fjár, svo að jeg komist úr fátækt og eymd, í sjálf- stæða stöðu, þá máttu treysta á mig. Jeg hefi af þeim einum ástæðum leitað þig uppi, að þú rjettir mjer hjálparhönd, til að komast upp af því hyldýpi, sern gáleysi mitt hefir steypt mjer í. »Gott. Jeg lofa að þú skulir sjá fífil þinn fegri á ný, ef þú að eins ert hugrakkur,* mælti Strömberg og skotraði um leið augunum læ- víslega til Ahrnells, sem sat og starði í gaupn- ir sjer. »Hugrakkur,« endurtók Ahrnell. »Hverju hefi jeg að glata. Svo aumlegu lífi að eigi getur verra. Par sem hagnað er að finna mjer til handa, gelur eigi fyrir mig verið um tjón að ræða, því jeg á eigi neitt að leggja á hættu.« »Víst; aldrei er maður svo fátækur, að mað- ur geti eigi orðið snauðari. Pú getur t. d. glatað frelsi þínu og átt á hættu að lenda í svartholinu.* Við orð Strömberg stökk Ahrnel! upp úr sæti sínu. Vangar hans, sem bleikir voru af eymd og hungri, huldust dökkum roða, hann knýíti hnefana og opnaði varirnar til að mæla þau orð, er reiðin bljes honum í brjóst, en í því gekk þjónustumærin inn með bakka, er á var alt, sem Ijúffengan morgunverð má prýða. Ahrnell þrýsti vörunum saman og hnje aftur á bak. Hinn blómlegi hörundslitur hvarf af kinn- um hans og hann varð aftur náfölur. Pað virtist sem honum lægi við að falla í öngvit, er hann sá matinn. Strömberg blístraði alþekt sönglag meðan mærin lagði á borðið. Hann rendi endur og sinnum augum á Ahrnell eins og hann væri að komast að raun um, hver áhrif matarlyktin hefði á hann. Banhungraði veslingurinn sat sem steini lostinn. Er mærin hafði lokið starfi sínu og farið, stóð Ahrnell aftur á fætur og gekk að borðinu með það eitt í huga, að full- nægja mannsins dýrslegustu hvöt. Áhrif þau, sem orð Strömbergs höfðu haft á hann voru að engu orðin fyrir kröfum hungursins. Strömberg var einnig staðinn upp, staðnæmdist við hlið Ahrnells og mælti: »Áður en þú snæðir morgunverð, verð jeg að fá að vita, hvort þú vilt hætta því, sem þú hefir að tapa, til þess að afla þjer fjár og frelsis.« »Með öðrum orðum, hvort .jeg vil ákveða að vera eigi lengur heiðvirður maður, en það hefi jeg til þessa verið,« svaraði Ahrnell og Iagði hendurhar fyrir augu sjer, til þess að hann sæi ekki matir.n. »Svo er víst. Pá skiljum við hvor annan.« »Pað er þá sem sje þjófnaður,* hrópaði Ahrneil og lagði hönd sína fast á öxl Ström- bergs. »Að eins skifti. Jeg ætla að nefna þjer dæmi. Pú sjerð morgunverð, eins og þennan hjer fyrir framan þig; sá, sem á hann er rílcur, og er eigi í herberginu. Pú veist, að það er ekk- ert tjón fyrir hann, þótt þú etir þig mettan, en þjer er borgið frá hungurdauða. Mundir þú máske hika í að velja á milli þess, að borða mat annars, eða bíða bana?« »Nei,« svaraði Ahrnell myrkur á svip og rjetti fram höndina til að ná í brauðsneið. Strömberg hjelt hönd hans fastri og mælti: »Við setjumst enn eigi að snæðingi. Jeg verð fyrst að komast að raun um, hvað nukið þú

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.