Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Qupperneq 7
NÝJAR KVÖLDÖVKUR. 3 hefir djörfung fil að gera, til þess að komast hjá hungurdauða. Vilíu láta skeika að sköp- uðu?« »Jeg vil það. Jæja, láttu mig nú snæða. Tígrisdýrið verður fyr eða síðar þjófur. Látum það verða svo fljótt setn auðið er.« »Ettu,« var alt, er Slrömberg mælti. Hann settist niður, hringdi og bað um flösku af portvíni. Ahrnell hafi ráðist á matinn með hinni mestu græðgi. Strömberg neytti ekki eins munn- bita, en gaf nánar gætur að þvf, hvernig Alir- nell gleypti í sig það, sem 4 borðinu var. Er Ahrnell hafði satt sárasta hungrið, rauf Strömberg þögnina á þessa leið. »Ertu í því skapi, að þú getir hlýtt á upþástungu mína.« »Tala þú,« svaraði Ahrnell. Pjónustumærin kom nú með vínið. »Set vínið og glösin þarna,« sagði Ström- berg og benti á borð hjá einum glugganum. Er mærin hafði hlýtt þessari skipun, og var farin, hjelt Strömberg áfram. »Jeg sigli í nótt á brott frá Stokkhólmi; alt er undirbúið til að losa Iandfestar og leggja í haf. Pú getur farið með mjer til Vestur-Ind- lands; en við verðum fyrst að eignast allmikla fjárupphæð. Er okkur hefir hepnast það, getur þú, Iangt í burtu, í annari heimsálfu, byrjað nýtt líf.« »Hvar eru peningarnir?« spurði Ahrnell og rjeðist á þriðju nautasteikina. »Hefir þú heyrt nefndan Kammer nokkurn Hengel, seni er mesti okrari og nirfill?« »Jeg þekki hann,« mælti Ahrnell þungbúinn á svip. »Og þú hefir eins og önnur fátæk grey ó- beit á honum.« »Rjett er það.« »Reim mun betra. Maður þessi heimtaði í gær inn svo mikla fjárupphæð, að hún nægir til að gera okkur báða auðuga. í dag er sunnu- dagur. Hann hlýtur því að geyma fjeð heima hjá sjer. A morgun lánar hann fjeð; því verð- utn við að svifta hann fjársjóðnum í nótt. Hann býr eins og þjer er kunnugt við Skans- tull, á litlu býli, sem hann á. Gamli skröggur hefir ekki þorað að leigja í húsi sínu, vegna hræðslu við þjófa. Hann og vinnukonan eru þau einu, sem í húsinu búa. Vinnukonan á unnusta — æfintýramann, sein er háseti á skipi; hann hefir fengið landgönguleyfi til að kveðja unnustu sína. Hygg jeg, að þau hafi haldið til dýragarðsins. Fauskurinn gamli er því einn með fjársjóð sinn, og þjer mun eigi veitast erfitt að ná honum á vaid þitt, er jeg annast um að útvega þjer útidyralykilinn. Áreiðanlegt mun, að vinnukonan kemur eigi heim fyr en seint í nótt, og það því freinur, þar eð hún er vön, til að komast burt, að láta dálítið af svefnlyfi í kvöldkaffi gamla fausksins, svo að hann fellur í fastan blund. Hann geymir fjeð í stóru peningaskríni; lykill- inn að því er undir kodda hans. Er þú hefir snætt, skiljast leiðir okkar. Pú kemur heim til mín kl. 9, þá fær þú lykilinn og nánari fyrir- skipanir, Vertu viðbúinn að stíga á skipsfjöl kl. 12 í riótt. Bátur minn liggur þá við toll- bryggjuna. - Strömberg þagnaði. Ahrnell stóð upp frá borðinu, gekk iil hans og mælti: »Ef jeg næ þessum péningum, hve mikinn hluta fæ jeg þá?« »Við skiftum; fáum hvor sinn helming.« »En vilji jeg ekki fara til Vestur-Indlands?« »F>á verðurðu að vera hjer og sæta afleið- ingunum; áreiðanlegt er, að þú verður tekinn höndum, og færð fæði og húsnæði æfilangt í einhverju fangelsinu. En ger að vild þinni,« mælti Strömberg og helti víni í glösin. Ahr- nell tæmdi glas sitt í einum teig, setti það niður og mælti: »Rú hefir ætíð verið undirförull; jeg hefi því enga ástæðu til að bera traust til þín. En hvað um það. Jeg fer með þjer, er þjófnaöur- inn er um garð genginn.« »Ress var jeg alveg fullviss,* mælti Ström- berg og brosti kankvíslega. »Hvað hlægir þig?« spurði Ahrnell. »Eg fer að sem djöfullinn; eg hlæ að því
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.