Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 15

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1921, Síða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 11 IV. Pegar hópar manna hjeldu til dýragarðsins til að skemta sjer, gekk síra Z. og kona hans heim til Marianne til þess að sjá með eigin augum, hvernig veslings konunni liði og hvað henni yrði gert í vil. Við skiljum samt í bráðina við þau á leið til sorgarheimkynnisins, en þangað hjeldu þau til að Ijetta þraut og þerra tár, en við höldum á Póstmeistarahæð. Klukkan hafði slegið tíu um kvöldið, ér Ahr- nell hjelt upp hana. Hann var nú eigi í slitnu fatagörmunum, en var klæddur blárri treyju, hvítum buxum og með gljáandi hatt, sem þrýst var lengra niður á ennid en sjómanna var venja. Hann nam staðar hjá næsta húsi við toll- búðina og litaðist vandlega um. Engin lifandi vera var sjáanleg. Er hann var þess fullviss, að enginn hafði sjeð hann, stakk hann lyklin- um í lásinn og opnaði hliðið, gekk inn og læsti á eftir sjer. Klukkan á Katrínarkirkju sló hálf ellefu, er Ahrnell gekk aftur út á götuna og fjarlægðist hratt hið einmanalega hús og leit hvorki til hægri nje vinstri. Hann tók eigi eftir, að maður stóð og hall- aðist upp að grindunum móti húsi okrarans og hafði gát á dyrum þess. Maðurinn fór strax af stað, þá er Ahrnell var kominn frá húsinu og hjelt sömu leið og hann. A Póstmeistarahæðinni mættu þeir manni í sjómannafötum, eins og Ahrnell, og var vinnu- kona í för með honum. Rjett um leið og Ahrnell fór fram hjá, mælti stúlkan? »Hjer verðum við að skilja, en að fimm mínútum liðnum kemur þú aftur. Jeg læt hliðið standa opið.« Um miðnætti ljetti briggskipið »Elvira« akk- erum og lagði frá Iandi. Hæg gola færði skrið á hið fagra fley og fjarlægði það höfuðborg- >nni. Það var komið fram hjá Bjálkahússtang- anum, er sjómaður einn, æðislegur á svip, kom æðandi að tollstjórastiganum. Hann mændi fram á sæinn þangað sem »EIvira« hafði legið. Hann bölvaði skipinu, skipstjóranum og vind- inum, sem hafði breytt sjer svo, að byr var á, í sand og ösku. Svo virtist sem brottför skips- ins væri honum tjón. 2. maí fór sú fregn um höfuðborgina, að alkunnur okrari, Hengel að nafni, hefði verið myrtur á grimdarfullan hátt. Hann hafði búið einn í húsi sínu við Skanstull ásamt vinnukonu sinni. Stúlkan hafði, að sögn, fundið húsbónda sinn dauðann, fljótandi í blóði sínu, er hún um morguninn kom inn í svefnherbergi hans, Djúpt sár á höfðinu, sem nærri hafði klofið hauskúpuna, hafði orðið honum að fjörtjóni. Peningaskrínið hafði verið brotið upp og fanst tómt. Þjófnaður hafði því verið fratninn ásamt morðinu. 3. maí mátti lesa í blöðunum eigi að eins nákvæma frásögn um morðið, heldur einnig, að mikill grunur Ijeki á unnusta vinnukonunn- ar, sjómanni, er væri háseti á briggskipinu »E1- vira«, sem Strömberg skipstjóri hefði yfir að ráða. Grunurinn hafði lent á Anderson. í fyrsta lagi var hann enn í Stokkhólmi eftir að »EIvira« var lögð úr höfn; einnig hafði hann kvöldið áður sjest fara inn í hús Hengels og þaðan aftur. Bæði hann og vinnukonan voru tekin höndum og rannsóknir voru hafnar í mál- inu. Þær voru sóttar af kappi, en báru eigi neinn árangur. Anderson játaði, að hann hefði dvalið hjá unnustu sinni um kvöldið og einn- ig um daginn í dýragarðinum, en hann neitaði stöðugt, að hann ætti nokkurn þátt í morðinu og þjófnaðinum. Honum varð það til málsbóta, að ekkert fanst hjá honum af fje því eða dýrgripum, sem í skríninu átti að hafa verið. Eitt af því, sem flækti málið mjög, var það, að vitnunum bar eigi saman í frásögn sinni um það, hvenær Anderson hefði sjest fara inn í hús Hengels. Surnir sögðu kl. 10, aðrir kl. 11. Sumir höfðu sjeð hann fara þaðan kl. hálf tólf, aðrir kl. 12. Er Anderson hafði verið í fangelsi hálft ár, varð að sleppa honum af því að nægar sann- anir voru eigi fyrir hendi. 2*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.